Bæjarstjórn

3346. fundur 19. nóvember 2013 kl. 16:00 - 19:08 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson 1. varaforseti
  • Hlín Bolladóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Víðir Benediktsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson
  • Ólafur Jónsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Víðir Benediktsson L-lista mætti í forföllum Geirs Kristins Aðalsteinssonar.

Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá málið Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum, sem verði 1. liður á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan aðal- og varaáheyrnarfulltrúa í skipulagsnefnd:

Stefán Friðrik Stefánsson tekur sæti aðaláheyrnarfulltrúa í stað Svövu Þórhildar Hjaltalín.
Svava Þórhildur Hjaltalín tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Stefáns Friðriks Stefánsson.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Kjarnaskógur og Hamrar - deiliskipulag (SN090096)

Málsnúmer 2010030017Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. nóvember 2013:
Tillaga að deiliskipulagi Kjarnaskógar og Hamra var auglýst frá 25. september til 6. nóvember 2013.
Beiðnir um umsagnir voru sendar Mannvirkjastofnun, Heilbrigðiseftirliti NE, Slökkviliði Akureyrar, Norðurorku, Hömrum - útilífsmiðstöð skáta, Vegagerðinni, Rarik, Landsneti, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.

Umsagnir um deiliskipulagstillöguna bárust frá:
1) Vegagerðinni dags. 25. september 2013 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
2) Norðurorku dags. 15. október 2013 þar sem vakin er athygli á legu háspennujarðstrengs sem liggur í jaðri skipulagssvæðisins.
3) Skipulagsstofnun dags. 10. október 2013.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við umhverfisskýrsluna en stofnunin mun fara yfir málsgögn þegar þau berast að lokinni afgreiðslu bæjarstjórnar eftir auglýsingu skv. skipulagslögum.
4) Landsneti dags. 28. október 2013 sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
5) Umhverfisstofnun dags. 29. október 2013. Stofnunin bendir á mikilvægi þess að framtíðarsýn hvað varðar háspennulínur sé skýr og á meðan fráveita á svæðinu fer í rotþrær þurfa þrær og siturlagnir að uppfylla reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp.
6) Mannvirkjastofnun dags. 24. september 2013.
Bent er á að ekki er heimilt að leggja háspenntar loftlínur yfir íbúðarsvæði, mikilvægar byggingar eða íþrótta- og útivistarsvæði. Þar sem háspenntar loftlínur liggja þegar um svæðið telur Mannvirkjastofnuna brýnt að ekki verði skipulagt íþrótta- og útivistarsvæði undir línunum né í næsta nágrenni þeirra.

Eftirfarandi athugasemdir við deiliskipulagstillöguna bárust á athugasemdartíma frá:
1) Víði Gíslasyni dags. 16. september 2013. Hann telur að ekki hafi verið brugðist við fyrri athugasemd er varðar samráð við Mannvirkjastofnun.
2) Umhverfisnefnd dags. 11. október 2013.
Nefndin leggur til að í greinargerð komi fram að línurnar verði horfnar í síðasta lagi árið 2020.
3) Jóni Inga Cæsarssyni dags. 13. september 2013.
Hann telur ekki rétt að leggja fram tillögu sem festir í sessi raflínur í skipulagi svæðisins þar sem það gengur þvert á stefnu umhverfisnefndar Akureyrar og bendir því til stuðnings á bókun umhverfisnefndar frá 15. nóvember 2007.
4) Stjórn Hamra dags. 3. nóvember 2013.
a. Raflínur á svæðinu skerða nýtingarmöguleika og leggur stjórnin til að línurnar verði horfnar fyrir árið 2020.
b. Svæði Þ7 - svæði fyrir smáhýsi. Óskað er eftir að byggingarreitur verði sameinaður fyrir öll húsin og þau færð norðar. Einnig er óskað eftir aksturstengingu við reitinn innan svæðis skátanna.
c. Skilgreina þarf reit fyrir hús undir snyrtingu sem er á milli svæða 15 og 16.
d. Útivistarstígur meðfram Brunná er ekki inni á uppdrætti, né stígur sem tengist Kjarnaskógi.
e. Stjórnin leggur til að svæðamörkum Hamra verði breytt.
f. Í kafla 4.3 þarf að leiðrétta að þjónustubygging verði skilgreind á tveimur hæðum, með risi eins og byggingin er nú.
g. Lagt er til að vegi að Hömrum verði lítillega breytt þar sem slys hafa orðið á kaflanum.
5) Isavia dags. 5. nóvember 2013 sem gerir ekki athugasemd við tillöguna en bendir á reglur um hindranafleti og telur því rétt að hæðartakmarkanir komi skýrt fram í skipulaginu.
6) Skógrækt ríkisins dags. 6. nóvember 2013.
a. Í greinargerð er farið rangt með nokkur atriði er varða sögu Kjarnaskógar.
b. Skógræktin telur að meiri áherslur hefði átt að leggja á umferðarkerfi og öryggismál á svæðinu.
c. Ekki er fjallað nægilega um flokkun göngustíga og lagt er til að bundið slitlag verði á aðalstígum vegna aðgengis hjólastóla.
d. Í kafla 4 er fjallað um lóðarstærðir innan deiliskipulagsins. Þar eru 161,5 ha taldir vera 161,500 m² en eru 1,615,000 m².
Svör við umsögnum:
1) Gefur ekki tilefni til svars.
2) Umræddur háspennustrengur liggur í jaðri skipulagssvæðisins þar sem ekki eru fyrirhugaðar neinar framkvæmdir.
3) Gefur ekki tilefni til svars.
4) Gefur ekki tilefni til svars.
5) Nú þegar liggja nokkrar háspennulínur í gegnum svæðið og er því lagt til í greinargerð að þær verði aflagðar fyrir 2020, sjá nánar í kafla 3.1.7.1.
Gert er ráð fyrir að rotþrær verði aflagðar þegar uppbygging 3. áfanga Naustahverfis hefst og íbúðabyggðin færist nær skipulagssvæðinu.
6) Sjá svar við nr. 5.

Svör við athugasemdum:
1) Fullt samráð var haft við Mannvirkjastofnun um tillöguna sbr. umsögn þeirra frá 15. júlí og 24. september 2013 en þar kemur fram að stofnunin leggur til að ekki verði skipulagt íþrótta- og útivistarsvæði undir línunum né í næsta nágrenni þeirra sem er í samræmi við auglýsta deiliskipulagstillögu. Á deiliskipulagsuppdrætti er helgunarsvæði vegna Laxárlínu 25 m og 40 m vegna Kröflulínu 2.
2) Skipulagsnefnd tekur undir tillögu umhverfisnefndar um að háspennulínur verði aflagðar fyrir 2020 og leggur til að texta í greinargerð verði breytt í samræmi við þá ákvörðun.
3) Nú þegar liggja nokkrar háspennulínur í gegnum svæðið og er því ekki verið að festa raflínur í skipulagi heldur fyrst og fremst verið að skilgreina stöðu þeirra og staðsetningu með þeim kvöðum um fjarlægðir sem fram koma í töflu 5.4.5.2 ÍST EN 50341-12:2001. Á deiliskipulagsuppdrætti er helgunarsvæði vegna Laxárlínu 25 m og 40 m vegna Kröflulínu 2.
Lagt er til í greinargerð að háspennulínur verði aflagðar fyrir 2020, sjá nánar í kafla 3.1.7.1.
4) a. Skipulagsnefnd tekur undir tillögu umhverfisnefndar um að háspennulínur verði aflagðar fyrir 2020 og leggur til að texta í greinargerð verði breytt í samræmi við þá ákvörðun.
b. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna en leggur til að umferðartenging að smáhýsunum verði einungis frá svæði skátanna.
c. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til að viðeigandi breytingar verði gerðar á uppdrætti.
d. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til að viðeigandi breytingar verði gerðar á uppdrætti.
e. Ekki er hægt að verða við ósk um stækkun svæðamarka Hamra þar sem umrætt svæði er innan svæðis Sólskóga.
f. Skipulagsnefnd leggur til að viðeigandi leiðréttingar verði gerðar á texta í greinargerð.
g. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til að viðeigandi breytingar verði gerðar á veglínu á uppdrætti.
5) Skipulagsnefnd leggur til að texta í greinargerð verði breytt í samræmi við beiðni ISAVIA.
6) a. Skipulagsnefnd leggur til að viðeigandi leiðréttingar verði gerðar á texta í greinargerð.
b. Aðkoma að svæðinu fyrir slökkvi- og sjúkrabíla er á skilgreindum ökuleiðum auk þess sem allir aðalstígar útivistarsvæðisins eru 3m að breidd þar sem slökkvi- og sjúkrabílar geta ekið um. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir bættri aðkomu að Hamrasvæðinu, sem auka á öryggi vegfarenda sbr. lið 4)g.
c. Skipulagsnefnd leggst ekki gegn því að aðalstígar verði með bundnu slitlagi í Kjarnaskógi ef framkvæmdaráð ákveður svo.
d. Skipulagsnefnd leggur til að viðeigandi leiðréttingar verði gerðar á texta í greinargerð.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Hálönd - breyting á deiliskipulagi 1. áfanga frístundabyggðar og verslunar- og þjónustusvæðis

Málsnúmer 2013100284Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. nóvember 2013:
Erindi dags. 11. nóvember 2013 frá Sigurði Sigurðssyni, þar sem hann f.h. Hálanda ehf, kt. 410910-0390, sækir um breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga frístundabyggðar og verslunar- og þjónustusvæðis í Hálöndum. Um er að ræða nýja lóð með byggingarreit fyrir spennistöð Norðurorku og skýli fyrir skíðaiðkendur. Einnig er gert ráð fyrir áföstu skilti eða frístandandi á lóðinni að hámarki 8m frá jörðu. Auk þess eru gerðar breytingar á staðsetningu raflínu í jörð.
Einungis er um minniháttar breytingu að ræða þar sem útbúin er lítil lóð fyrir spennistöð NO í jaðri svæðisins og felld er niður eldri lagnaleið vegna þessa og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa.
Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Logi Már Einarsson S-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

4.Austursíða athafnasvæði - umsókn um breytingu á skipulagi Austursíðu 2

Málsnúmer 2013090041Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. nóvember 2013:
Erindi dags. 6. nóvember 2013 frá Ragnari A. Birgissyni frá TGH arkitektum þar sem hann f.h. Reita I, kt. 510907-0940, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Austursíðu 2.
Um er að ræða breytingu á fyrirkomulagi bílastæða, athafnasvæði fyrir þungaflutninga er aukið ásamt breytingu á umferðarleiðum innan lóðarinnar.
Einungis er um að ræða minniháttar breytingu á fyrirkomulagi innra skipulags lóðarinnar við Austursíðu 2 og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa.
Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Melateigur 11 - fyrirspurn um byggingarleyfi sólstofu

Málsnúmer 2011080027Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. nóvember 2013:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Melateigs 11 var grenndarkynnt frá 4. september til 2. október 2013.
Þar sem öll fylgigögn fóru ekki með fyrri grenndarkynningargögnum voru umrædd gögn send til grenndarkynningaraðila og athugasemdarfrestur framlengdur til 31. október 2013.
Athugasemd barst þann 13. október 2013 frá Torfhildi S. Þorgeirsdóttur og Leifi Brynjólfssyni, Melateig 13, sem ítreka fyrri athugasemd. Þau telja að útsýni úr borðstofu og stofu íbúðar þeirra muni skerðast verulega og geti leitt til verðrýrnunar eignar þeirra.

Skipulagsnefnd telur að viðbyggingin muni ekki skerða verulega útsýni eigenda Melateigs 13 miðað við framlögð gögn og leggur því til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar 2013-2018

Málsnúmer 2011020012Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 31. október 2013:
Farið yfir lokadrög að endurskoðaðri menningarstefnu.
Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða og menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Logi Már Einarsson S-lista lagði fram tillögu um að vísa  endurskoðaðri menningarstefnu Akureyrarbæjar aftur til stjórnar Akureyrarstofu til frekari vinnslu.

Tillaga Loga Más Einarssonar var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Skjalastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012100192Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 7. nóvember 2013:
Lögð fram drög að skjalastefnu Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða skjalastefnu Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2013-2016 - viðauki

Málsnúmer 2012060047Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 14. nóvember 2013:
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2013.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2013 og vísar honum til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2013 með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Stöðuskýrsla nefnda - skólanefnd

Málsnúmer 2013090098Vakta málsnúmer

Preben Jón Pétursson formaður skólanefndar gerði grein fyrir stöðuskýrslu nefndarinnar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

 

10.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 6. og 13. nóvember 2013
Bæjarráð 7. og 14. nóvember 2013
Félagsmálaráð 13. nóvember 2013
Framkvæmdaráð 1. nóvember 2013
Íþróttaráð 7. nóvember 2013
Samfélags- og mannréttindaráð 6. nóvember 2013
Skipulagsne

Fundi slitið - kl. 19:08.