Bæjarstjórn

3329. fundur 06. nóvember 2012 kl. 16:00 - 19:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Logi Már Einarsson
  • Ólafur Jónsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-lista um breytingar á skipan aðalmanns og formanns í íþróttaráði og aðalmanns í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

Íþróttaráð:
Tryggvi Þór Gunnarsson tekur sæti aðalmanns og formanns í stað Nóa Björnssonar.

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar:
Oddur Helgi Halldórsson tekur sæti aðalmanns í stjórn í stað Geirs Kristins Aðalsteinssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018, breyting á íbúðar- og stofnanasvæði í Giljahverfi

Málsnúmer 2012100018Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 31. október 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna íbúðar- og stofnanasvæðis í Giljahverfi dags. 10. október 2012 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt. Skipulagslýsing var kynnt frá 17. október til 31. október 2012.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis og nágrenni - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2012080015Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 31. október 2012:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalsbrautar sunnan Þingvallastrætis og nágrennis ásamt greinargerð dags. 22. ágúst 2012 og unninni af X2 hönnun - skipulagi ehf. ásamt Verkfræðistofu Norðurlands ehf. var auglýst frá 12. september til 24. október 2012.
Einnig fylgir húsakönnun dags. 1. desember 2011 og hljóðskýrsla dags. 22. júní 2011.
Breytingin tekur til Dalsbrautar norðan Skógarlundar að Þingvallastræti. Tillaga er einnig gerð um breytingu á deiliskipulagi syðri hluta Dalsbrautar, vegna lengingar hljóðmana samhliða Dalsbraut.
6 athugasemdir bárust. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "Dalsbraut norður-athugasemdir og svör, dags. 31.10.2012".
Svör við athugasemdum eru í skjali merktu "Dalsbraut norður-athugasemdir og svör, dags. 31.10.2012".
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Edward H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 8 samhljóða atkvæðum. Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

 

4.Undirhlíð - Miðholt, breyting á deiliskipulagi vegna spennistöðvar

Málsnúmer 2012100025Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 31. október 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Undirhlíðar - Miðholts, dags. 25. október 2012 og unna af Loga Má Einarssyni frá Kollgátu ehf.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á lóð fyrir spennistöð Norðurorku hf. og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Edward H. Huijbens V-lista lýsti yfir mögulegu vanhæfi sínu við afgreiðslu málsins en nefndin hafnaði vanhæfi.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Í upphafi þessa dagskrárliðs vakti Logi Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi  sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson  S-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

 

5.Naustahverfi 1. áfangi, Ásatún 12-14 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012070129Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 31. október 2012:
Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt 18. september og var athugasemdarfrestur til 15. október 2012.
Ein athugasemd barst frá Eydísi Davíðsdóttur og Atla Rúnari Arngrímssyni, Baugatúni 7, dags. 12. september 2012.
Þau gera ekki athugasemdir við deiliskipulagsbreytinguna en vilja að skriflegur þinglýstur samningur verði gerður þess efnis að verktaki beri ábyrgð ef tjón verður á lóð þeirra vegna framkvæmdanna.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Athugasemdin gefur ekki tilefni til svars en bent skal á að lóðarhafa ber að tryggja að framkvæmdir s.s. vegna jarðvegsskipta valdi ekki tjóni á nágrannalóðum eða mannvirkjum.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Naustahverfi 1. áfangi, Vörðutún 4 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012090011Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 31. október 2012:
Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar dags. 12. september 2012 var tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis 1. áfanga, dags. 13. september 2012, grenndarkynnt frá 19. september til 17. október 2012.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Stefnuumræða/stöðuskýrsla í bæjarstjórn 2012 - skipulagsnefnd

Málsnúmer 2012010347Vakta málsnúmer

Starfsáætlun/stöðuskýrsla skipulagsnefndar.
Í samræmi við 21. grein í Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar og samþykkt bæjarstjórnar frá 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Helgi Snæbjarnarson formaður skipulagsnefndar og gerði grein fyrir starfsáætlun/stöðuskýrslu nefndarinnar.

Almennar umræður urðu í kjölfarið.

8.Stefnuumræða/stöðuskýrsla í bæjarstjórn 2012 - umhverfisnefnd

Málsnúmer 2012010347Vakta málsnúmer

Starfsáætlun/stöðuskýrsla umhverfisnefndar.
Í samræmi við 21. grein í Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar og samþykkt bæjarstjórnar frá 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Hulda Stefánsdóttir formaður umhverfisnefndar og gerði grein fyrir starfsáætlun/stöðuskýrslu nefndarinnar.

Almennar umræður urðu í kjölfarið.

9.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2013 - 2016 fyrri umræða

Málsnúmer 2012060047Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 1. nóvember 2012:
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2013 - 2016 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2013 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

10.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 18., 25. og 30. október og 1. nóvember 2012
Skipulagsnefnd 31. október 2012
Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 17., 24. og 31. október 2012
Stjórn Akureyrarstofu 25. október 2012
Skólanefnd 29. október 2012
Íþróttaráð 1. nóvember 201

Fundi slitið - kl. 19:40.