Málsnúmer 2010080055Vakta málsnúmer
1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 9. desember 2011:
Tekin fyrir að nýju Samþykkt um búfjárhald sem vísað var aftur til framkvæmdaráðs á fundi bæjarstjórnar þann 22. nóvember sl. til frekari umræðu, en málinu var frestað á síðasta fundi framkvæmdaráðs 25. nóvember sl.
Einnig teknar fyrir athugasemdir Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur bæjarfulltrúa V-lista dags 24. nóvember 2011, en hún gerði að tillögu sinni að í Samþykkt um búfjárhald í Akureyrarkaupstað verði fellt út úr 2. grein samþykktarinnar setningin: Sækja þarf um byggingarleyfi kofa vegna hænsna í görðum til skipulagsdeildar.
Framkvæmdaráð samþykkir Samþykkt um búfjárhald með áorðnum breytingum og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Soffía Guðmundsdóttir tónlistarkennari og fyrrverandi bæjarfulltrúi lést fimmtudaginn 8. desember sl. 84 ára að aldri. Hún fæddist í Reykjavík hinn 25. janúar 1927.
Soffía lauk stúdentsprófi frá MR árið 1946, stundaði nám v