Málsnúmer 2012110172Vakta málsnúmer
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. febrúar 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins, unna af Loga Má Einarssyni arkitekt frá Kollgátu ehf og Ómari Ívarssyni og Ingvari Ívarssyni frá Landslagi ehf.
Breytingartillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdrætti, skýringaruppdrætti, lóðarmarkauppdrætti, í greinargerð og í umhverfisskýrslu, dags. 12. febrúar 2014. Húsakönnun af núverandi byggð er í vinnslu en mun liggja frammi á auglýsingartíma.
Með tillögunni fylgir minnisblað um hljóðvist við Glerárgötu frá verkfræðistofunni EFLU dags. 8. desember 2008 og minnisblað um umferðartalningu, umferðarspár og þversnið dags. 15. september 2009.
Svar Skipulagsstofnunar vegna samráðs um umfang og nákvæmni upplýsinga er fram koma í umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags miðbæjar Akureyrar, sem sent var 3. febrúar 2014 hefur ekki borist en óskað var eftir svari fyrir 10. febrúar 2014.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Helgi Vilberg Hermannsson A-lista mætti í forföllum Sigurðar Guðmundssonar.
Ragnar Sverrisson S-lista mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.