Bæjarstjórn

3307. fundur 06. september 2011 kl. 16:00 - 17:20 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Hermann Jón Tómasson
  • Ólafur Jónsson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Forseti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá málið Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga A-listans um breytingu á skipan fulltrúa framboðsins í félagsmálaráði:

Sif Sigurðardóttir tekur sæti aðalmanns í stað Önnu Hildar Guðmundsdóttur sem verður varamaður í stað Sifjar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Stefnuumræða í bæjarstjórn 2011 - félagsmálaráð

Málsnúmer 2011030070Vakta málsnúmer

Starfsáætlun félagsmálaráðs.
Inda Björk Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi og formaður félagsmálaráðs gerði grein fyrir starfsáætlun félagsmálaráðs.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

3.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 23. og 30. júní, 7., 14. og 21. júlí, 4., 18. og 25. ágúst og 1. september 2011
Stjórnsýslunefnd 22. júní 2011
Skipulagsnefnd 29. júní, 27. júlí, 10. og 24. ágúst 2011
Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 22. og 29. júní, 6., 19. og 27

Fundi slitið - kl. 17:20.