Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022

Málsnúmer 2018050147

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3598. fundur - 17.05.2018

Lögð fram drög að fjárhagsáætlanaferli vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2019-2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3599. fundur - 31.05.2018

Lögð fram að nýju drög að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2019-2022. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 17. maí 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund ráðsins undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um fjárhagsáætlanaferlið.

Bæjarráð - 3600. fundur - 21.06.2018

Umræða um forsendur fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3600. fundur - 21.06.2018

Lögð fram drög að tekjuáætlun fyrir árið 2019 vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusvið sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð - 3604. fundur - 02.08.2018

Lagðar fram forsendur vegna fjárhagsáætlunar 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar forsendur með áorðnum breytingum.

Bæjarráð - 3604. fundur - 02.08.2018

Lögð fram tillaga að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar ákvörðun fjárhagsramma til næsta fundar.

Bæjarráð - 3605. fundur - 09.08.2018

Lögð fram tillaga að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Gunnar Gíslason D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3439. fundur - 04.09.2018

Umræður um fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar að ósk Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista f.h. minnihlutans. Fjárhagsramminn var samþykktur á fundi bæjarráðs 9. ágúst sl.

Málshefjandi Sóley Björk Stefánsdóttir tók til máls. Í umræðum tóku til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn), Þórhallur Jónsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í þriðja sinn - til andsvars), Sóley Björk Stefánsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Halla Björk Reynisdóttir, Andri Teitsson, Sóley Björk Stefánsdóttir og Eva Hrund Einarsdóttir (í annað sinn).

Bæjarráð - 3612. fundur - 25.10.2018

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs, Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri fræðslusviðs, Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi sat fundinn undir umræðum um áætlanir fræðslusviðs og fjölskyldusviðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3613. fundur - 25.10.2018

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Á fund bæjarráðs mættu Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda.

Ennfremur sátu fundinn bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen og Jóhann Jónsson varaformaður umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Bæjarráð - 3614. fundur - 30.10.2018

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Á fundinn mættu Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs, Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður frístundaráðs.

Ennfremur sátu fund bæjarráðs bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson og Dagbjört Elín Pálsdóttir.

Bæjarráð - 3615. fundur - 01.11.2018

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2019-2022 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3443. fundur - 06.11.2018

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 1. nóvember 2018:

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2019-2022 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og fór yfir helstu þætti fjárhagsáætlunarinnar.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Andri Teitsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir, Andri Teitsson (í annað sinn), Eva Hrund Einarsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn), Þórhallur Jónsson, Hlynur Jóhannsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn), Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Eva Hrund Einarsdóttir (í annað sinn), Þórhallur Jónsson, Halla Björk Reynisdóttir, Hlynur Jóhannsson (í annað sinn) og Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í þriðja sinn).
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarfulltrúar minnihlutans þau Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Það er ýmislegt að athuga við fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árin 2019-2022. Þar ber fyrst að nefna að fasteignamat er að hækka mjög mikið annað árið í röð. Þetta þýðir að með óbreyttri álagningu hækkar fasteignaskattur á heimili og fyrirtæki mikið. Nú liggur fyrir í áætluninni að hækka nær allar gjaldskrár til samræmis við verðlagshækkanir og sumar nokkuð umfram það. Það er því full ástæða til að lækka álagningarhlutfall fasteignaskattsins á heimili t.d í 0,32%. Til þess að mæta þeirri tekjulækkun sem af því hlýst þarf að skoða lækkun á útgjaldaramma áætlunarinnar milli umræðna. Í öðru lagi þarf að endurskoða framkvæmdaáætlunina m.t.t. framboðs á leikskólarýmum næstu 3-4 árin, forgangsröðunar framkvæmda innan íþrótta- og tómstundamála og framkvæmda í miðbænum þar með talið bílastæðahús sem er ekki lengur í framkvæmdaáætlun. Í þriðja lagi er full þörf á því að skoða útgjaldarammann m.t.t. þeirra tillagna sem fram eru komnar um fjölgun stöðugilda í ýmsum málaflokkum. Þar má velta fyrir sér hvort ekki sé möguleiki á því að endurskipuleggja störf og verkefni á ýmsum sviðum til þess að draga úr þörf fyrir fjölgun starfa.

Bæjarráð - 3616. fundur - 08.11.2018

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3617. fundur - 15.11.2018

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3618. fundur - 22.11.2018

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3619. fundur - 29.11.2018

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarstjórn - 3445. fundur - 04.12.2018

Umræða um drög að framkvæmdaáætlun bæjarins 2019-2022.

Andri Teitsson tók til máls og fór yfir helstu þætti áætlunarinnar.

Í umræðum tóku til máls Ingibjörg Ólöf Isaksen, Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Andri Teitsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen (í annað sinn), Gunnar Gíslason (í annað sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson, Halla Björk Reynisdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Halla Björk Reynisdóttir (í annað sinn), Eva Hrund Einarsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir, Þórhallur Jónsson (í annað sinn), Hlynur Jóhannsson, Eva Hrund Einarsdóttir (í annað sinn), Hlynur Jóhannsson (í annað sinn) og Andri Teitsson (í annað sinn).
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að framkvæmdaáætlunin verði endurskoðuð með tilliti til þess að sumarið 2022 verði komin í notkun a.m.k. 120 ný framtíðarrými í leikskólum til viðbótar þeim rýmum sem bætast við þegar nýr leikskóli rís við Glerárskóla. Þá verði hægt að taka inn í leikskóla öll eins árs gömul börn. Það er afar brýnt að leysa þetta verkefni vel af hendi ef á að fjölga barnafólki í bænum, ungu fólki sem er undirstaða þróunar samfélagsins. Við teljum að þetta eigi að vera forgangsmál. Þá leggjum við einnig til að inn í áætlunina verði tekin að nýju bygging bílastæðahúss í miðbænum í þeirri von að fyrr en seinna verði hafist handa við uppbyggingu þar.

Andri Teitsson L-lista, Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar setur fræðslumál í forgang og ætlar með metnaðarfullum hætti að koma til móts við þarfir barnafjölskyldna. Uppbygging leikskóla við Glerárskóla og Lundarsel á kjörtímabilinu, auk aðgerða til að fjölga dagforeldrum og niðurgreiða kostnað við vistun barna hjá dagforeldrum eru sett á oddinn í fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar.

Bæjarráð - 3620. fundur - 06.12.2018

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar gjaldskrár 2019 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð - 3620. fundur - 06.12.2018

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2019-2022 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að þar með hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn - 3446. fundur - 11.12.2018

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. desember 2018:

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2019-2022 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að þar með hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Forseti tilkynnti að í umræðum um fjárhagsáætlunina yrði vikið frá þeirri reglu að hver bæjarfulltrúi megi að hámarki tala tvisvar við umræðu um hvert mál og engin takmörk yrðu á hversu oft bæjarfulltrúar tækju til máls í umræðunum.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og fór yfir helstu þætti áætlunarinnar.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Halla Björk Reynisdóttir, Þórhallur Jónsson, Hilda Jana Gísladóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn), Gunnar Gíslason (í þriðja sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í þriðja sinn) og Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn).
Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti

Samstæðureikningur, Sveitarsjóður A-hluti

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2019

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2020

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2021

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2022

Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2019-2022



A-hluta stofnanir:

Aðalsjóður

Eignasjóður gatna o.fl.

Fasteignir Akureyrarbæjar

Framkvæmdamiðstöð

B-hluta stofnanir:

Bifreiðastæðasjóður Akureyrar

Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar

Félagslegar íbúðir

Framkvæmdasjóður Akureyrar

Gjafasjóður ÖA

Hafnasamlag Norðurlands

Norðurorka hf.

Strætisvagnar Akureyrar

Öldrunarheimili Akureyrar



Aðalsjóður:

Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu 2019 að fjárhæð -513.032 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2019 að fjárhæð 14.997.281 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.



A-hluta stofnanir:

I. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 2019 65.218 þús. kr.

II. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 2019 497.283 þús. kr.

III. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða 2019 15.019 þús. kr.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 6 samhljóða atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.



Samstæðureikningur:

Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu 2019 að fjárhæð 64.489 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 32.466.740 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.



B-hluta stofnanir:

Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður 2019 eru:

I. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða 1.701 þús. kr.

II. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 136 þús. kr.

III. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða -41.781 þús. kr.

IV. Framkvæmdasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -3.813 þús. kr.

V. Gjafasjóður ÖA, rekstrarniðurstaða -8.516 þús. kr.

VI. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 286.093 þús. kr.

VII. Norðurorka hf., rekstrarniðurstaða 455.915 þús. kr.

VIII. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 1.472 þús. kr.

IX. Öldrunarheimili Akureyrar, rekstrarniðurstaða -8 þús. kr.



Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með 6 samhljóða atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.



Samstæðureikningur Akureyrarbæjar:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti með rekstarniðurstöðu 2019 að fjárhæð 660.406 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2019 að fjárhæð 51.963.317 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.



Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2019:

Aðalsjóður 629.000 þús. kr.

A-hluti 1.335.000 þús. kr.

B-hluti 2.561.300 þús. kr.

Samantekinn A- og B-hluti 3.896.300 þús. kr.

Framkvæmdayfirlitið var borið upp og samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.



Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2019 lagðar fram:

a) Starfsáætlanir

Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarkaupstaðar. Bæjarstjórn mun svo taka starfsáætlanirnar til umræðu.

a) liður samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.



b) Kaup á vörum og þjónustu

Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum og meta skal endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.

b) liður samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.



c) Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar 2019

Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2019. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna. Allar slíkar breytingar þarf að leggja fyrir viðkomandi nefnd og bæjarráð.

c) liður samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.



Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Þórhallur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.



Forseti lýsti því yfir að 5. liður dagskrárinnar ásamt 6. lið í fundargerð bæjarráðs frá 6. desember 2018 séu þar með afgreiddir.



Fulltrúar V-lista, D-lista og M-lista óska bókað:

Við lýsum yfir ánægju með að tillit hafi verið tekið til flestra okkar tillagna en gagnrýnum hversu ómarkviss vinnan hefur verið og að í fyrri umræðu hafi ekki öll kurl verið komin til grafar í undirbúningi fyrir fjárhagsáætlunina. Það er ljóst að þróun á rekstri aðalsjóðs er áhyggjuefni og mikilvægt er að strax í upphafi næsta árs hefjist undirbúningur að umbótum í rekstri bæjarsjóðs og A-hluta fyrirtækja bæjarins. Afar mikilvægt er að leggja áherslu á umbætur í verkefnastýringu, minnkun á sóun og að áfram verði haldið með innleiðingu straumlínustjórnunar. Við hefðum viljað sjá með skýrari hætti hvernig ætlunin er að takast á við þær loftslagsáskoranir sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Við teljum að mikilvægt sé að bretta upp ermar við uppbyggingu á leikskólahúsnæði og flýta áformum um uppbyggingu þeirra leikskólabygginga sem nauðsynlegar eru til að uppfylla þarfir nútíma fjölskyldna um örugga dagvistun og góða menntun. Við leggjum áherslu á að fyrir lok þessa kjörtímabils standi öllum eins árs börnum til boða að komast í leikskóla. Enn fremur er gagnrýnivert að óljóst sé í framkvæmdaáætlun hvernig fjármagni til íþróttamála verði varið og teljum því rétt að þegar það liggur fyrir verði framkvæmdaáætlun aftur tekin fyrir í bæjarstjórn.



Fulltrúar D-lista og M-lista óska bókað:

Við höfum áhyggjur af stöðu bílastæðamála í miðbænum og teljum mikilvægt að horft verði til þess að tryggja næg bílastæði samhliða því að farið verði í frekari uppbyggingu á miðbæjarsvæðinu. Þá hefðum við viljað sjá frístundastyrkinn hækka meira til að koma til móts við frístundakostnað fjölskyldna vegna barna og unglinga.

Bæjarstjórn - 3446. fundur - 11.12.2018

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. desember 2018:

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðar gjaldskrár 2019 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti helstu breytingar á gjaldskrám bæjarins árið 2019.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir og Halla Björk Reynisdóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagðar gjaldskrár með 10 atkvæðum.

Þórhallur Jónsson D-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Bæjarráð - 3633. fundur - 27.03.2019

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum framlagðan viðauka að upphæð 6.075 þúsund krónur með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3452. fundur - 02.04.2019

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 27. mars 2019:

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum framlagðan viðauka að upphæð 6.075 þúsund krónur með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 10 samhljóða atkvæðum.
Ingibjörg Ólöf Isaksen kom aftur til fundar kl. 16:43.

Bæjarráð - 3635. fundur - 11.04.2019

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 32,2 milljónir króna með 5 samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3453. fundur - 16.04.2019

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. apríl 2019:

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 32,2 milljónir króna með 5 samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3637. fundur - 09.05.2019

Lagður fram viðauki 3.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 3 að upphæð kr. 206 milljónir með 5 samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3455. fundur - 21.05.2019

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 9. maí 2019:

Lagður fram viðauki 3.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 3 að upphæð kr. 206 milljónir með 5 samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.

Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3640. fundur - 29.05.2019

Lagður fram viðauki 4.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 4 með rekstrarútgjöld að upphæð 65,6 milljónir króna og fjárfestingar að upphæð 122,9 milljónir króna, með 4 samhljóða atkvæðum, og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3456. fundur - 04.06.2019

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 29. maí 2019:

Lagður fram viðauki 4.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 4 með rekstrarútgjöld að upphæð 65,6 milljónir króna og fjárfestingar að upphæð 122,9 milljónir króna, með 4 samhljóða atkvæðum, og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3646. fundur - 18.07.2019

Lagður fram viðauki 5.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 10. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðaukann með 5 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3652. fundur - 12.09.2019

Lagður fram viðauki 6.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 6, rekstrarútgjöld samtals að upphæð 95,2 milljónir króna, með 5 samhljóða atkvæðum, og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3459. fundur - 17.09.2019

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. september 2019:

Lagður fram viðauki 6.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 6, rekstrarútgjöld samtals að upphæð 95,2 milljónir króna, með 5 samhljóða atkvæðum, og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3654. fundur - 26.09.2019

Lagður fram viðauki 7.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðan viðauka 7 um aukin rekstrarútgjöld samtals að upphæð 186,3 milljónir króna og lækkun framkvæmdaáætlunar að upphæð 47 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3460. fundur - 01.10.2019

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. september 2019:

Lagður fram viðauki 7.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðan viðauka 7 um aukin rekstrarútgjöld samtals að upphæð 186,3 milljónir króna og lækkun framkvæmdaáætlunar að upphæð 47 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðslu.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Gunnar Gíslason.
Meirihluti bæjarstjórnar staðfestir ákvörðun bæjarráðs.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð - 3659. fundur - 31.10.2019

Lagður fram viðauki 8.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 7,5 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3462. fundur - 05.11.2019

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 31. október 2019:

Lagður fram viðauki 8.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 7,5 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðslu.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Meirihluti bæjarstjórnar staðfestir ákvörðun bæjarráðs.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð - 3661. fundur - 14.11.2019

Lagður fram viðauki 9.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 12,7 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3463. fundur - 19.11.2019

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14. nóvember 2019:

Lagður fram viðauki 9.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 12,7 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3663. fundur - 28.11.2019

Lagður fram viðauki 10.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka með 5 samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3464. fundur - 03.12.2019

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. nóvember 2019:

Lagður fram viðauki 10.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka með 5 samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3466. fundur - 21.01.2020

Lagður fram viðauki 11.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti efni viðaukans.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann 11 samhljóða atkvæðum.