Málsnúmer 2017120072Vakta málsnúmer
Þann 12. desember 2017 samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar, í kjölfar #metoo umræðu í samfélaginu, að fela bæjarráði að skipa starfshóp sem hefði það verkefni að útbúa viðbragðsáætlun vegna ofbeldis, áreitis og/eða kynferðislegrar áreitni sem kjörnir fulltrúar kunna að verða fyrir í störfum sínum fyrir bæinn. Áætlun skyldi unnin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórnmálaflokka á Akureyri. Starfshópurinn fékk einnig það verkefni að yfirfara siðareglur og nýliðafræðslu kjörinna fulltrúa.
Eva Hrund Einarsdóttir gerði grein fyrir störfum hópsins.
Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Heimir Haraldsson.