Matsviðmið fyrir sérstakan húsnæðisstuðning

Hér fyrir neðan eru matsviðmiðin sem eru notuð til að mæla félagslega stöðu umsækjanda um sérstakan húsnæðisstuðning.

Að öllu jöfnu þarf umsækjandi að fá að minnsta kosti 6 stig í heildina, þar af að lágmarki 2 stig úr hlutanum um félagslegar aðstæður í töflunni hér fyrir neðan.

Aðeins er hægt að fá stig fyrir einn þátt í hverjum flokki.

Staða umsækjanda

Aðeins er hægt að fá stig fyrir einn lið í hverjum dálki - hámark stiga úr þessum kafla eru 3 stig.

Staða umsækjanda Stig

Staða umsækjanda er önnur en getið er hér að neðan

0

Örorkulífeyrisþegi með 75% örorkumat

2

Ellilífeyrisþegi

2

Framfærsla vegna langvarandi atvinnuleysis eða óvinnufærni

2

Er á endurhæfingarlífeyri – fyrirhuguð endurhæfing varir lengur en 6 mánuði

2

Þung framfærslubyrði, a.m.k. 3 börn undir 18 ára aldri

2

Þung framfærslubyrði, a.m.k. 4 börn undir 18 ára aldri

3

 

Húsnæðisstaða

Aðeins er hægt að fá stig fyrir einn lið í hverjum dálki - hámark stiga úr þessum kafla eru 2 stig.

 

Húsnæðisstaða Stig

Húsnæðiskostnaður að teknu tilliti til húsnæðisbóta er minni en 20% af tekjum heimilisins

0

Húsnæðiskostnaður er íþyngjandi, húsnæðiskostnaður að teknu tilliti til húsnæðisbóta er meiri en 20% af tekjum heimilisins

1

Húsnæðiskostnaður er verulega íþyngjandi, húsnæðiskostnaður að teknu tilliti til húsnæðisbóta er meiri en 30% af tekjum heimilisins

2

 

Félagslegar aðstæður umsækjanda

Aðeins er hægt að fá stig fyrir einn lið í hverjum dálki - hámark stiga úr þessum kafla eru 4 stig.

 

Félagslegar aðstæður umsækjanda Stig

Aðstæður umsækjanda eru betri en getið er hér að neðan

0

Umsækjandi glímir við félagslegan vanda og hefur fengið umfangsmikinn stuðning félagsþjónustu, annan en fjárhagslegan, á undanförnum 12 mánuðum

2

Málefni barns hefur verið í umfangsmikilli vinnslu félagsþjónustu á undanförnum 24 mánuðum þar sem barnið hefur bæði fengið aðstoð á grundvelli félags- og skólaþjónustu eða mál þess verið til meðferðar hjá barnavernd

4

Umsækjandi glímir við fjölþættan vanda og hefur fengið umfangsmikinn stuðning, annan en fjárhagslegan, að lágmarki í 24 mánuði

4

Umsækjandi glímir við alvarleg veikindi sem valda því að hann er óvinnufær að öllu leyti og hafa veruleg áhrif á fjárhags-og húsnæðisstöðu samkvæmt faglegu mati félagsráðgjafa

4

Síðast uppfært 30. janúar 2025