Málsnúmer 2018010252Vakta málsnúmer
Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. maí 2019:
Lagðar fram tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis Rangárvalla. Breytingarnar eru eins nema hvað varðar stærð og afmörkun lóðar nr. 4 og byggingarreits sem á henni er. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir endurskoðun skilmála, afmörkun byggingarreits á lóð nr. 3 vegna stækkunar núverandi húss auk þess sem gert er ráð fyrir að lóð nr. 6 falli út.
Þá er jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsráðgjafa dagsett 27. mars 2019 þar sem farið er yfir viðbrögð við umsögnum sem borist hafa frá Landsneti, Rarik, Norðurorku, heilbrigðisnefnd, SS Byggi og hverfisnefnd Giljahverfis.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga sem gerir ráð fyrir stækkun á lóð nr. 4 og byggingarreit sem á henni er.
Halla Björk Reynisdóttir bar upp tillögu um að fresta afgreiðslu málsins og sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kalla eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um tillögu skipulagsráðs.
Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka af dagskrá 6. lið í auglýstri dagskrá, Starfsáætlun og stefnuumræða velferðarráðs, vegna forfalla formanns ráðsins. Var það samþykkt samhljóða.