Málsnúmer 2018100166Vakta málsnúmer
Liður 3 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 9. október 2018:
Fulltrúar EBAK í stjórn Öldungaráðs, þau Sigríður Stefánsdóttir, Halldór Gunnarsson og Valgerður Jónsdóttir, leggja fram eftirfarandi tillögur;
- að farið verði markvisst í heilsueflingu eldri borgara á Akureyri.
- að frístundastyrkir verði greiddir til eldri borgara til eflingar á líkamlegri og andlegri færni þeirra. Tekið verði mið af stefnu Hafnarfjarðarbæjar í þessu samhengi.
- að ókeypis verði í sund fyrir eldri borgara í Sundlaugar á Akureyri.
Öldungaráð samþykkir að vísa tillögum til umræðu í bæjarráði og hjá frístundaráði.