Bæjarstjórn

3456. fundur 04. júní 2019 kl. 16:00 - 17:50 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Andri Teitsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Heimir Haraldsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.
Heimir Haraldsson S-lista mætti í forföllum Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.

Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá tvö mál sem varða breytingu á skipan nefnda sem verði 1. og 2. liður dagskrár. Var það samþykkt.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022 - velferðarráð

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan fulltrúa í velferðarráði:

Heimir Haraldsson verði aðalfulltrúi og formaður velferðarráðs í stað Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022 - fræðsluráð

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan fulltrúa í fræðsluráði:

Þorlákur Axel Jónsson verði aðalfulltrúi í stað Heimis Haraldssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 29. maí 2019:

Lagður fram viðauki 4.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 4 með rekstrarútgjöld að upphæð 65,6 milljónir króna og fjárfestingar að upphæð 122,9 milljónir króna, með 4 samhljóða atkvæðum, og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Heiti sveitarfélagsins - umræða um breytingu

Málsnúmer 2018100324Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá bæjarstjórnar 5. febrúar sl.

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti þá, með 6 atkvæðum, tillögu um að fresta málinu og að undirbúin yrði skoðanakönnun á vettvangi íbúagáttar á vef Akureyrarkaupstaðar undir þeim formerkjum að komi fram afdráttarlaus vilji meirihluta íbúa verði tekið mið af honum.

Dagana 7. til 25. mars sl. gerði Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) könnun þar sem m.a. var spurt um nafn á sveitarfélaginu. Spurningin var svohljóðandi: Núverandi nafn sveitarfélagsins er Akureyrarkaupstaður, hvort vilt þú halda því nafni eða breyta því í Akureyrarbær? Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi en 77% þeirra sem tóku afstöðu vildu breyta nafninu í Akureyrarbær en 23% vildu halda nafninu Akureyrarkaupstaður.

Lagt er til að tekið verði mið af þeirri afstöðu íbúa sem birtist í niðurstöðum könnunar RHA og heiti sveitarfélagsins verði breytt í Akureyrarbær.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti tillöguna.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að breyta heiti sveitarfélagsins úr Akureyrarkaupstaður í Akureyrarbær. Samþykktin er með fyrirvara um jákvæða umsögn örnefnanefndar og staðfestingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Þegar nýtt heiti hefur verið staðfest af ráðuneytinu skal samþykkt um stjórn sveitarfélagsins breytt til samræmis og tekur nýtt heiti gildi við gildistöku hennar, sbr. 5. og 9. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

5.LSA - breytingar á samþykktum sjóðsins 2019

Málsnúmer 2019050497Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2019 þar sem Einar Ingimundarson héraðsdómslögmaður f.h. Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar óskar eftir afgreiðslu bæjarstjórnar á breytingum á samþykktum sjóðsins sem gerðar voru á ársfundi hans þann 30. apríl sl.

Gunnar Gíslason kynnti tillögu stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir og Gunnar Gíslason.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á samþykktum sjóðsins með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2019 - velferðarráð

Málsnúmer 2019010386Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða velferðarráðs.

Róbert Freyr Jónsson varaformaður ráðsins kynnti áætlunina.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Halla Björk Reynisdóttir (í annað sinn) og Róbert Freyr Jónsson.

7.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir voru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 17., 24. og 29. maí 2019
Bæjarráð 23. og 29. maí 2019
Fræðsluráð 20. maí 2019
Skipulagsráð 29. maí 2019
Stjórn Akureyrarstofu 16. og 27. maí 2019
Velferðarráð 22. maí 2019

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:50.