Málsnúmer 2018100324Vakta málsnúmer
Málið var áður á dagskrá bæjarstjórnar 5. febrúar sl.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti þá, með 6 atkvæðum, tillögu um að fresta málinu og að undirbúin yrði skoðanakönnun á vettvangi íbúagáttar á vef Akureyrarkaupstaðar undir þeim formerkjum að komi fram afdráttarlaus vilji meirihluta íbúa verði tekið mið af honum.
Dagana 7. til 25. mars sl. gerði Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) könnun þar sem m.a. var spurt um nafn á sveitarfélaginu. Spurningin var svohljóðandi: Núverandi nafn sveitarfélagsins er Akureyrarkaupstaður, hvort vilt þú halda því nafni eða breyta því í Akureyrarbær? Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi en 77% þeirra sem tóku afstöðu vildu breyta nafninu í Akureyrarbær en 23% vildu halda nafninu Akureyrarkaupstaður.
Lagt er til að tekið verði mið af þeirri afstöðu íbúa sem birtist í niðurstöðum könnunar RHA og heiti sveitarfélagsins verði breytt í Akureyrarbær.
Hilda Jana Gísladóttir kynnti tillöguna.
Heimir Haraldsson S-lista mætti í forföllum Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá tvö mál sem varða breytingu á skipan nefnda sem verði 1. og 2. liður dagskrár. Var það samþykkt.