Bæjarstjórn

3460. fundur 01. október 2019 kl. 16:00 - 17:05 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Heimir Haraldsson
  • Hlynur Jóhannsson
  • Andri Teitsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019 - viðauki

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. september 2019:

Lagður fram viðauki 7.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðan viðauka 7 um aukin rekstrarútgjöld samtals að upphæð 186,3 milljónir króna og lækkun framkvæmdaáætlunar að upphæð 47 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðslu.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Gunnar Gíslason.
Meirihluti bæjarstjórnar staðfestir ákvörðun bæjarráðs.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

2.Gisting á íbúðarsvæðum - rammaskipulag

Málsnúmer 2018020130Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. september 2019:

Lögð fram endurbætt tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna breytingar á stefnu aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 varðandi heimildir fyrir rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Þórhallur Jónsson, Gunnar Gíslason, Halla Björk Reynisdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn) og Halla Björk Reynisdóttir (í annað sinn).
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir tillögu skipulagsráðs.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

3.Oddeyri - breyting á aðalskipulagi 2018-2030

Málsnúmer 2019090318Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. september 2019:

Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 á Oddeyri, neðan Hjalteyrargötu. Breytingin felur einnig í sér breytingu á rammahluta aðalskipulags fyrir Oddeyri.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.



Ólafur Kjartansson V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu:

Fyrir liggja tillögur að skipulagsbreytingum á reit milli Strandgötu, Hjalteyrargötu, Gránufélagsgötu og Kaldbaksgötu. Breytingatillögurnar eru vegna hugmynda um allt að ellefu hæða byggingu á reitnum.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um burðargetu lóðanna en þarna er lítt kannaður setbunki eftir framburð Glerár. Reynslan af hafnarbyggingum á Oddeyrartanga gefa ekki tilefni til bjartsýni á öryggi grunnsins þarna.

Ekki er búið að fjalla á formlegan hátt um viðbrögð vegna líklegra sjávarstöðubreytinga á næstu áratugum og öldum.

Svo há bygging sem staðsett yrði syðst á eyrinni myndi verða mjög aflokandi milli hverfisins og strandlengjunnar sunnan á eyrinni og mynda mikið ójafnvægi í heildarmynd Oddeyrar.

Til þess að koma svona verkefni fyrir er ekki nóg að horfa aðeins á umræddan byggingareit heldur verður að gaumgæfa allt núverandi deiliskipulagssvæði sem og hverfisskipulagið í heild.

Svona mikill massi bygginga upp við athafna- og atvinnusvæði myndi takmarka framtíðarmöguleika næstu athafnasvæða, en það gæti takmarkað möguleika á atvinnuuppbyggingu innan Akureyrarbæjar.

Vegna þessara atriða sem og óvissu um samþykki bæjarbúa fyrir svona mikilli stefnubreytingu á áherslum nýsamþykkts aðalskipulags er ekki tímabært að byrja á þessari framkvæmd.

Erindinu er því vísað frá.

Tillagan var borin upp til atkvæða og var felld með 3 atkvæðum gegn 1.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er þá gert ráð fyrir kynningu á íbúafundi og væru fyrirliggjandi hugmyndir þróunaraðila kynntar á sama fundi.

Ólafur Kjartansson V-lista greiddi atkvæði á móti.



Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Andri Teitsson, Þórhallur Jónsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar Gíslason, Halla Björk Reynisdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Hilda Jana Gísladóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Hlynur Jóhannsson, Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn)og Gunnar Gíslason (í annað sinn).
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir tillögu skipulagsráðs.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.

4.Búsetusvið - reglur endurskoðun

Málsnúmer 2018110251Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu og afgreiðslu drög að breytingum á reglum um akstursþjónustu sem samþykkt voru á fundi velferðarráðs 4. september sl. Drögin voru afgreidd í bæjarráð 19. september sl. og samþykkt með örfáum breytingatillögum.

Heimir Haraldsson kynnti breytingatillögurnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög að breytingum á reglum um akstursþjónustu með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 19. og 26. september 2019
Bæjarráð 19. og 26. september 2019
Frístundaráð 16. og 25. september 2019
Fræðsluráð 16. september 2019
Skipulagsráð 25. september 2019
Umhverfis- og mannvirkjaráð 13. og 20. september 2019
Velferðarráð 11. september 2019

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:05.