Skilyrði fyrir samþykki umsóknar:
Eftirfarandi eru skilyrði fyrir því að umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning teljist gild og verði tekin til afgreiðslu:
- Að umsækjandi hafi fengið samþykkta umsókn um húsnæðisbætur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
- Að umsækjandi sé orðinn 18 ára á umsóknardegi og eigi lögheimili í sveitarfélaginu þegar sótt er um.
- Að gildur húsaleigusamningur sé fyrir hendi um íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu.
- Að félagsleg staða umsækjanda sé metin. Að öllu jöfnu skal miða við að umsækjandi fái 6 stig, þar af að lágmarki 2 stig hvað varðar félagslegar aðstæður. Sjá matsviðmiðin sem notuð eru.
- Að samanlagðar tekjur umsækjanda og annarra heimilismanna, 18. ára og eldri, séu undir tekjumörkum sbr. töfluna hér fyrir neðan.
- Að samanlagðar eignir umsækjanda og annarra heimilismanna, 18 ára og eldri, að frádregnum skuldum séu ekki hærri fjárhæð en 7.747.666 kr. í lok síðastliðins árs samkvæmt skattframtali.
Tekjumörk
Í töflunni hér fyrir neðan sjást neðri og efri tekjumörk miðað við fjölda heimilismanna.
Að auki gilda eftirfarandi atriði:
- Húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur geta samanlagt aldrei numið hærri fjárhæð en 100.000 kr.
- Ef leigan að teknu tilliti til húsnæðisbóta er undir 60.000 kr. á mánuði er sérstakur húsnæðisstuðningur ekki greiddur.
- Almennur húsnæðisstuðningur og sérstakur húsnæðisstuðningur samtals getur aldrei farið yfir 75% af leigu vegna viðkomandi íbúðarhúsnæðis.
- Sérstakur húsnæðisstuðningur er reiknaður sem ákveðið hlutfall af húsnæðisstuðningi HMS þannig að fyrir hverjar 1.000 kr.- frá HMS fær leigjandi greiddar 1.000 kr.- í sérstakan húsnæðisstuðning frá Akureyrarbæ.