Málsnúmer 2019050306Vakta málsnúmer
Liður 2 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 23. október 2019:
Í framhaldi af rekstrarúttekt óskar frístundaráð eftir viðauka við fjárhagsáætlun til að fara í jarðvegsframkvæmdir við fjölnota skíða-, hjóla- og brettasvæði.
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 4.000.000 til að fara í jarðvegsframkvæmdir við fjölnota skíða-, hjóla- og brettasvæði.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til að taka á dagskrá liðinn Áfangaheimili - undirbúningur og var það samþykkt.