Bæjarráð

3659. fundur 31. október 2019 kl. 08:15 - 12:36 Fundaraðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Rósa Njálsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Rósa Njálsdóttir M-lista mætti í forföllum Hlyns Jóhannssonar.

Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til að taka á dagskrá liðinn Áfangaheimili - undirbúningur og var það samþykkt.

1.Íþróttadeild - skipulag deildarinnar

Málsnúmer 2019060005Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 23. október 2019:

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála lagði fram til samþykktar tillögu að breytingum á skipulagi íþróttadeildar samfélagssviðs.

Meirihluti frístundaráðs samþykkir tillöguna með atkvæðum fulltrúa L, S og B-lista tillöguna og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði. Fulltrúar D og M-lista sátu hjá.
Afgreiðslu frestað.

2.Áfangaheimili - undirbúningur

Málsnúmer 2019050635Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 16. október 2019:

Tekin fyrir gögn er varða opnun áfangaheimilis á Akureyri.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Anna Hildur Guðmundsdóttir áfengis- og vímuefnaráðgjafi fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við Hjálpræðisherinn á Akureyri um rekstur áfangaheimilis og leggur til að veitt verði 5,6 milljónum króna í verkefnið á árinu 2020. Málinu vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir að gert er ráð fyrir rekstrarfé til áfangaheimilisins í fjárhagsáætlun komandi árs.

3.Drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024

Málsnúmer 2019100458Vakta málsnúmer

Drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024 er nú kynnt í Samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með fimmtudeginum 31. október 2019.

Nálgast má gögnin á eftirfarandi slóð: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1516
Bæjarráð tekur undir athugasemdir Markaðsstofu Norðurlands við flugstefnu og samgönguáætlun 2020-2034 sem birtar hafa verið í Samráðsgátt stjórnvalda og felur bæjarstjóra að ganga frá umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

4.Frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál 2019

Málsnúmer 2019100425Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 25. október 2019 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál 2019.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0248.html

5.Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál 2019

Málsnúmer 2019100378Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 22. október 2019 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál 2019.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0049.html

6.Frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80/2007, 60. mál 2019

Málsnúmer 2019100376Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. október 2019 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80/2007, 60. mál 2019.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0060.html
Bæjarráð lýsir yfir stuðningi við frumvarpið og felur bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

7.Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál 2019

Málsnúmer 2019100274Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. október 2019 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál 2019.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0148.html
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa umsögn vegna málsins.

8.Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs. - aukaaðalfundur 2019

Málsnúmer 2019100375Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. október 2019 þar sem boðað er til aukaaðalfundar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar mánudaginn 18. nóvember nk. kl. 13:00 í Ráðhúsinu á Dalvík.

Á dagskrá aukaaðalfundarins er tillaga stjórnar um flutning á starfsemi félagsins yfir í nýtt félag.
Bæjarráð skipar Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra sem fulltrúa Akureyrarbæjar á aukaaðalfundinum.

9.Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir

Málsnúmer 2010070098Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 33. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 18. október 2019.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir
Bæjarráð vísar lið 1 til bæjarstjóra og lið 2 til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

10.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2020-2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

11.Listasafnið - beiðni um viðauka

Málsnúmer 2019100370Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 24. október 2019:

Beiðni til bæjarráðs um viðauka vegna hækkunar á innri leigu.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun Listasafnsins að upphæð kr. 4.200.000 til að koma til móts við vanreiknaða innri leigu.

Ástæða þess er sú að eftir að UMSA lauk við húsaleiguáætlun í byrjun september 2018 vegna fjárhagsáætlunar 2019 var keypt umtalsvert af stofnbúnaði fyrir safnið sem hækkaði leiguna sem ekki var tekið með í reikninginn þegar fjárhagsáætlun var samþykkt í nóvember 2018.

Húsaleiga var áætluð 87.384.000 kr. en verður tæpar 88.500.000 kr. á þessu ári. Lausafjárleiga vegna stofnbúnaðar var áætluð 5.547.000 kr. en verður rúmar 8.700.000 kr. á þessu ári. Hækkun er því um 4,2 milljónir króna.
Bæjarráð samþykkir beiðni stjórnar Akureyrarstofu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

12.Félag eldri borgara á Akureyri - samkomulag

Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar liður 4 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 9. október 2019:

Erindi dagsett 26. september 2019 frá Hauki Halldórssyni formanni Félags eldri borgara þar sem óskað er eftir endurskoðun á framlagi Akureyrarbæjar samkvæmt 6. gr. í samningi bæjarins og Félags eldri borgara á Akureyri.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir að verða við beiðni um hækkun á framlagi.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

13.Beiðni um jarðvegsvinnu vegna fjölnota skíða-, hjóla- og brettasvæðis norðan Hjallabrautar

Málsnúmer 2019050306Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 23. október 2019:

Í framhaldi af rekstrarúttekt óskar frístundaráð eftir viðauka við fjárhagsáætlun til að fara í jarðvegsframkvæmdir við fjölnota skíða-, hjóla- og brettasvæði.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 4.000.000 til að fara í jarðvegsframkvæmdir við fjölnota skíða-, hjóla- og brettasvæði.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni frístundaráðs og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

14.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2020

Málsnúmer 2019050307Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 23. október 2019:

Gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir árið 2020 lögð fram til samþykktar.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.

Meirihluti frístundaráðs samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista sátu hjá.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að hækkun gjaldskrár Hlíðarfjalls verði að jafnaði um 2,5%. Frítt verði í Hólabraut. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

15.Reglur um útleigu í húsnæði Akureyrarbæjar þar sem rekin er veitingasala

Málsnúmer 2019100449Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um útleigu og réttindi og skyldur leigutaka í húsnæði Akureyrarbæjar þar sem rekin er veitingasala.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

16.Skíðalyfta í Hlíðarfjall

Málsnúmer 2016030107Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. október 2019 þar sem Geir Gíslason og Ingi Björnsson f.h. Vina Hlíðarfjalls óska eftir viðræðum við Akureyrarbæ um breytingar á samningum frá 2017 um byggingu og rekstur skíðalyftu í Hlíðarfjalli.

Við upphaf þessa dagskrárliðar bar Hilda Jana Gísladóttir S-lista upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Hún vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Geir Gíslason og Ingi Björnsson mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa minnisblað vegna málsins og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðslu.

17.Umsókn um styrk vegna breytinga á húsnæði fyrir fatlað barn

Málsnúmer 2019040485Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 16. október 2019:

Breytingar á húsnæði vegna fatlaðs barns.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.

Málið er fært í trúnaðarbók og því vísað áfram til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka að upphæð 4,5 milljónir króna vegna málsins.

18.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019 - viðauki

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 8.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 7,5 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 12:36.