Hreyfikort veitir þátttökurétt í heilsuverkefni Akureyrarbæjar Virk efri ár auk ótakmarkaðs aðgangs að sundlaugum, skautahöllinni og skíðasvæði Akureyrarbæjar.
Hreyfikortið gildir í ár frá kaupum og er árgjald 40.000 kr. Heimilt er að dreifa greiðslum á 12 mánuði og er mánaðargjald með greiðsludreifingu 3.500 kr.
Akureyrarbær veitir notendum sem eru undir ákveðnum tekjuviðmiðum afslátt af þessum gjöldum Hreyfikortsins með það að markmiði að koma til móts við tekjulága einstaklinga sem hafa náð 67 ára aldri og einstaklinga 60 ára og eldri sem eru metnir með 75% örorku. Sjá nánar í Reglum Akureyrarbæjar um gjöld og afslátt vegna Hreyfikorts
Sótt er um Hreyfikort í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar.
Athugið að kortið er eingöngu í boði fyrir þá sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu Akureyrarbæ.
Hægt er að virkja og sækja kortin um leið og búið er að senda inn umsókn.
Til að fá útgefið kort (skidata-kort) þarf einstaklingur að mæta í afgreiðslu Sundlaugar Akureyrar þar sem taka þarf ljósmynd á staðnum. Nægjanlegt er að gefa upp nafn og kennitölu þegar kortið er sótt.
Ekki er hægt að afgreiða kortin án ljósmyndar af handhafa korts.
Vakin er athygli á því að ef viðkomandi á ekki nú þegar skidata-kort þá þarf að kaupa það sérstaklega. Skidata-kort kostar 1.240 kr. á hvern einstakling og er greitt fyrir þau í Sundlaug Akureyrar þegar kortin eru sótt og virkjuð.