Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14. nóvember 2024:
Lagður fram viðauki 6.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttur forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 6 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Viðaukinn er vegna fjölgunar stöðugilda í Skógarlundi til að mæta auknum notendafjölda, samtals 7,0 m.kr., búnaðarkaupa vegna endurbóta í Glerárgötu 26, samtals 7,0 m.kr. sem færast á efnahagsreikning, breytinga á kjarasamningum á árinu samtals 349,1 m.kr. og uppfærðrar úthlutunaráætlunar Jöfnunarsjóðs og aukinnar staðgreiðslu, samtals kr. 1.055 m.kr. Samhliða viðauka er gerð leiðrétting vegna nýrra salerna í Lystigarðinum sem færð er af rekstri yfir á fjárfestingu, launaáætlunar í sameiginlegum kostnaði 75 m.kr., alþingiskosninga 14,0 m.kr. rekstrarútgjöld og tekjur og tilfærslu fjárfestinga í vélaskemmu úr Hlíðarfjalli yfir á Fasteignir Akureyrar, samtals 250 m.kr. Lítilsháttar breytingar verða á áætluðum fjármagnsliðum milli fyrirtækja í a-og b- hluta. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar hækkar um 634 m.kr. og handbært fé í árslok hækkar um 617 m.kr.
Heimir Örn Árnason kynnti.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:
Við teljum mikilvægt að taka formlega upp kynjaða fjárhags- og starfsáætlunargerð sem miðar að því að stuðla að auknu jafnrétti og betri nýtingu fjármuna. Sé vilji til þess að fara þá leið þarf að gera ráð fyrir því í vinnuferli og tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar.