Málsnúmer 2023100303Vakta málsnúmer
Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 28. ágúst 2024:
Umræða um húsnæðismál stuðnings- og stoðþjónustu velferðarsviðs.
Elfa Björk Gylfadóttir forstöðumaður og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fundinn undir þessum lið.
Sveitarfélagið er í viðræðum við ríkið og HSN um uppbyggingu á húsnæði fyrir stuðnings- og stoðþjónustuna samhliða nýrri heilsugæslu, ekki er gert ráð fyrir að stuðnings- og stoðþjónustan fari í íþróttahöllina og því má taka það verkefni út af framkvæmdaáætlun.
Velferðarráð lýsir yfir ánægju með þróun mála og leggur áherslu á að þetta verkefni verði unnið hratt og vel áfram.
Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Halla Birgisdóttir Ottesen óháð sat fundinn í forföllum Jóns Hjaltasonar.