Bæjarráð

3860. fundur 05. september 2024 kl. 08:15 - 09:21 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Halla Birgisdóttir Ottesen áheyrnarfulltrúi
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista sat fundinn í forföllum Heimis Arnar Árnasonar.
Halla Birgisdóttir Ottesen óháð sat fundinn í forföllum Jóns Hjaltasonar.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027 - viðauki

Málsnúmer 2023020943Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 5.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum viðauka 5 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá og óska bókað ásamt Ásrúnu Ýr Gestsdóttur V-lista:



Samþykkjum fyrir okkar leyti alla liði í þessum viðauka nema þann sem snýr að 6 tíma gjaldfrjálsum leikskóla að upphæð kr. 69.600.000 og leigu húsnæðis í Glerárgötu.

2.Stuðningsþjónustan - húsnæðismál

Málsnúmer 2023100303Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 28. ágúst 2024:

Umræða um húsnæðismál stuðnings- og stoðþjónustu velferðarsviðs.

Elfa Björk Gylfadóttir forstöðumaður og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fundinn undir þessum lið.

Sveitarfélagið er í viðræðum við ríkið og HSN um uppbyggingu á húsnæði fyrir stuðnings- og stoðþjónustuna samhliða nýrri heilsugæslu, ekki er gert ráð fyrir að stuðnings- og stoðþjónustan fari í íþróttahöllina og því má taka það verkefni út af framkvæmdaáætlun.

Velferðarráð lýsir yfir ánægju með þróun mála og leggur áherslu á að þetta verkefni verði unnið hratt og vel áfram.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir bókun velferðarráðs.

3.Úrgangsmál og nýtt sorphirðukerfi

Málsnúmer 2022110167Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu innleiðingar á nýju sorphirðukerfi.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftslagsmála og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Málstefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2024010090Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að málstefnu Akureyrarbæjar, sem er mótuð í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga. Málstefnan fjallar um notkun á íslensku hjá Akureyrarbæ ásamt stefnu um aðgengi íbúa af erlendum uppruna, og þeirra sem nota táknmál og aðgengistól, að þjónustu og upplýsingum sveitarfélagsins.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir málstefnuna og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

5.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022-2024

Málsnúmer 2022031302Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 300. fundar stjórnar Norðurorkur sem var haldinn 20. ágúst 2024.

Fundi slitið - kl. 09:21.