Bæjarráð

3799. fundur 23. febrúar 2023 kl. 08:15 - 10:58 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Halla Birgisdóttir Ottesen
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Jón Þór Kristjánsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Halla Birgisdóttir Ottesen F-lista sat fundinn í forföllum Jóns Hjaltasonar.

1.Bæjarsjóður Akureyrarbæjar - yfirlit um rekstur 2022

Málsnúmer 2022042594Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 12 mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027

Málsnúmer 2023020943Vakta málsnúmer

Rætt um drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og forstöðumanni hagþjónustu og áætlanagerðar að vinna málið áfram.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Við teljum mikilvægt að taka formlega upp kynjaða fjárhags- og starfsáætlunargerð sem miðar að því að stuðla að auknu jafnrétti og betri nýtingu fjármuna. Sé vilji til þess að fara þá leið þarf að gera ráð fyrir því í vinnuferli og tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

3.Bifreiðastæðasjóður - gjaldtaka

Málsnúmer 2023020987Vakta málsnúmer

Lagt fram skilamat dagsett 15. febrúar 2023 vegna innleiðingar gjaldskyldu á bílastæðum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð fagnar því að heilt yfir hafi innleiðing gjaldskyldu gengið vel og telur mikilvægt að haldið verði utan um gögn sem byggja megi verklagsreglur á í framhaldinu.

4.Hjúkrunarheimili - nýbygging

Málsnúmer 2023011165Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að viðaukasamningi við heilbrigðisráðuneytið vegna stækkunar nýs hjúkrunarheimilis við Lögmannshlíð á Akureyri í samræmi við bókun bæjarráðs frá 26. janúar sl. Einnig er lagt fram minnisblað Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna dagsett 13. febrúar með uppfærðu mati á heildarkostnaði og framkvæmdatíma vegna nýbyggingarinnar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðaukasamninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

5.Lýðheilsuátak - tilraunaverkefni 2022-2023

Málsnúmer 2022101039Vakta málsnúmer

Umræða um stöðu og árangur af lýðheilsuátaki bæjarins og næstu skref í verkefninu. Lagt fram minnisblað dagsett 20. febrúar þar sem lagt er til að tilraunaverkefnið verði framlengt.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri rekstrardeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að framlengja tilraunaverkefnið til og með 31. mars 2024.

Nú þegar hafa verið seldir 402 pakkar af lýðheilsukortinu sem ná til tæplega 1.300 einstaklinga. Viðbrögð við verkefninu hafa verið jákvæð, en ótímabært er að mati bæjarráðs að meta raunverulegan árangur með tilliti til lýðheilsu á þeim fjórum mánuðum sem kortin hafa verið í sölu. Bæjarráð felur forstöðumanni íþróttamála að gera tillögu að lykilmælikvörðum við mat á árangri verkefnisins og leggja fyrir bæjarráð fyrir lok mars 2023. Þá er honum jafnframt falið að leggja fram tillögu að næstu skrefum að verkefninu loknu fyrir lok febrúar 2024.

6.Tilfærsla á fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2023

Málsnúmer 2023020370Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 13. febrúar:

Ósk um viðauka á fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2023. Um er að ræða 60 m.kr. tilfærslu milli liða sem færðar voru á kostnaðarstöð 1040101 þar sem ekki lá fyrir hvernig þessari skiptingu yrði háttað í fjárhagsáætlunarvinnunni. Þessum 60 m.kr. er áætlað að mæta síðbúnum óskum um fjölgun stöðugilda vegna stuðnings í leikskólum að fjárhæð 35,6 m.kr. og til að koma til móts við leik- og grunnskóla vegna hlutverks tengiliða skv. farsældarlögum að fjárhæð 24,4 m.kr. Auk þess er óskað eftir tilfærslu að upphæð 4,56 m.kr. af kostnaðarstöð 1041050 en þar var áætlað fyrir móttöku flóttabarna í leikskólunum miðað við stöðuna í október 2022.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ragna Kristín Jónsdóttir fulltrúi leikskólabarna, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir breytingu á viðauka á fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsuráðs að upphæð 64,56 m.kr.

Málinu er vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki að fjárhæð 64,56 m.kr. vegna málsins enda er um að ræða tilfærslu en ekki kostnaðarauka frá því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Sviðsstjóra fjársýslusviðs er falið að vinna viðaukann.

7.Starfslaun listamanna 2023

Málsnúmer 2023010414Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga faghóps um val á bæjarlistamanni Akureyrar 2023.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um val á bæjarlistamanni Akureyrar 2023 en tilkynnt verður um valið á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista bera upp eftirfarandi tillögu:

Upphæð starfslauna listamanna verði hækkuð úr 2.700.000 í 3.440.306 og taki í kjölfarið mið af verðlagsþróun.

Tillagan er borin upp til atkvæða og felld. Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Heimir Örn Árnason D-lista og Hlynur Jóhannsson M-lista greiða atkvæði gegn tillögunni.

Meirihluti bæjarráðs tekur undir ábendingu faghópsins varðandi upphæð starfslauna og felur bæjarstjóra og verkefnastjóra menningarmála að endurskoða hana og leggja tillögu að breytingu fyrir bæjarráð.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.

8.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - fundargerðir 2022-2026

Málsnúmer 2022010207Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks dagsett 7. febrúar 2023.

9.Samtök orkusveitarfélaga

Málsnúmer 2022100367Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bókun sem gerð var stjórnarfundi Samtaka orkusveitarfélaga þann 17. febrúar sl.

Fundi slitið - kl. 10:58.