Málsnúmer 2022020337Vakta málsnúmer
Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 4. júlí 2023:
Lagt fram minnisblað dagsett 3. júlí 2023 vegna viðbótarframkvæmda í inngarði milli A og C álmu.
Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka að upphæð kr. 38.500.000 til bæjarráðs til að ljúka frágangi á inngarði sem liggur milli A og C álmu við Glerárskóla samhliða framkvæmdum við A álmu. Kostnaður sem fellur til á árinu 2023 er um kr. 30.000.000 og kr. 8.500.000 á árinu 2024.
Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista, Sindri Kristjánsson S-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:
Undirrituð árétta þá skoðun sína sem áður hefur komið fram í umfjöllun ráðsins um þetta mál að þau eru andsnúin þeirri forgangsröðun meirihlutans í bæjarstjórn að klára ekki framkvæmdir við Glerárskóla í einni atrennu. Þar komi til bæði hagkvæmnissjónarmið og sjónarmið um velferð nemenda. Benda þau á að tvö ár, eða því sem nemur því hléi sem á að gera á framkvæmdum, er jafngildi 1/5 af skólagöngu grunnskólabarns. Það hefur því áhrif á upplifun barna af grunnskólagöngu sinni hvernig framkvæmdahraða og framkvæmdatíma er háttað.
Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.