Málsnúmer 2023031752Vakta málsnúmer
Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 13. júní 2024:
Liður 7 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 10. júní 2024:
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála kynnti drög að samningi Akureyrarbæjar við Íþróttafélagið Þór varðandi framkvæmdir og uppbyggingu á gervigrassvæði á félagssvæði Þórs.
Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar samningi til afgreiðslu í bæjarráði.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sat Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum fyrir sitt leyti samning við Íþróttafélagið Þór og vísar honum til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá og óskar bókað: Það er hafið yfir allan vafa að útiæfingaaðstaða fyrir yngri iðkendur knattspyrnu á Þórssvæðinu er óviðunandi og hægt að færa rök fyrir því að bregðast hefði átt við mun fyrr. Sit hjá undir málinu í dag og tek afstöðu á bæjarstjórnarfundi í næstu viku þegar tími hefur gefist til að rýna í gögn sem lágu ekki fyrir fyrir fundinn. Þ.e. hvað þessi framkvæmd þýðir fyrir framkvæmdaáætlun næstu ára og fjármögnun hennar og vísa þá til 21. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar.
Hlynur Jóhannson kynnti.
Til máls tóku Hulda Elma Eysteinsdóttir, Sif Jóhannesar Ástudóttir, Jón Hjaltason, Hilda Jana Gísladóttir, Hlynur Jóhannsson, Sunna Hlín Jóhannesardóttir, Heimir Örn Árnason, Halla Björk Reynisdóttir, Andri Teitsson og Gunnar Már Gunnarsson.