Bæjarstjórn

3555. fundur 17. desember 2024 kl. 16:00 - 16:55 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Jón Hjaltason
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Andri Teitsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Stjórnsýslubreytingar 2024-2025 - bæjarráð

Málsnúmer 2024080126Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2024:

Lögð fram drög að breytingum á samþykkt fyrir bæjarráð.

Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt fyrir bæjarráð með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða samþykkt fyrir bæjarráð með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Stjórnsýslubreytingar 2024-2025 - fræðslu- og lýðheilsuráð

Málsnúmer 2024080126Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2024:

Lögð fram drög að breytingum á samþykkt fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð.

Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða samþykkt fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Stjórnsýslubreytingar 2024-2025 - umhverfis- og mannvirkjaráð

Málsnúmer 2024080126Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2024:

Lögð fram drög að breytingum á samþykkt fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð.

Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða samþykkt fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Stjórnsýslubreytingar 2024-2025 - velferðarráð

Málsnúmer 2024080126Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2024:

Lögð fram drög að breytingum á samþykkt fyrir velferðarráð.

Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt fyrir velferðarráð og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða samþykkt fyrir velferðarráð með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Stjórnsýslubreytingar 2024-2025 - skipulagsráð

Málsnúmer 2024080126Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2024:

Lögð fram drög að breytingum á samþykkt fyrir skipulagsráð.

Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt fyrir skipulagsráð með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða samþykkt fyrir skipulagsráð með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027 - viðauki

Málsnúmer 2023020943Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2024:

Lagður fram viðauki 7.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 7 að fjárhæð 151,9 m.kr. og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er fyrst og fremst til kominn vegna nýrra kjarasamninga.

Heimir Örn Árnason kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 7 með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027 - viðauki

Málsnúmer 2023020943Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. desember 2024:

Lagður fram viðauki 8.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 8 að fjárhæð 60 m.kr. og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er til kominn vegna aukins kostnaðar við snjómokstur og hálkuvarnir.

Heimir Örn Árnason kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 8 með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Almennir byggingarskilmálar - endurskoðun

Málsnúmer 2020040011Vakta málsnúmer

Liður 19 í fundargerð skipulagsráðs frá 25. september 2024:

Lögð fram tillaga að uppfærðum almennum byggingarskilmálum.

Skipulagsráð samþykkir uppfærða almenna byggingarskilmála með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Bæjarstjórn samþykkir uppfærða almenna byggingarskilmála með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Goðanes - algjört bann við lagningu

Málsnúmer 2024100156Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. október 2024:

Á fundi skipulagsráðs 25. janúar 2023 var samþykkt að banna lagningu ökutækja sunnan og vestan megin í Goðanesi til að bregðast við ábendingum sem höfðu borist um að tæki í götunni hindruðu umferð. Þrátt fyrir þessa breytingu hafa borist fjölmargar ábendingar um að ástandið hafi ekki lagast mikið og að oft skapist hætta vegna þrengsla vestast í götunni.

Skipulagsráð samþykkir að banna alfarið lagningu ökutækja í Goðanesi að fenginni umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tók Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að banna alfarið lagningu ökutækja utan lóða í götunni Goðanesi.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Það er óásættanlegt að ganga þurfi svo langt að banna alfarið með lögreglusamþykkt að leggja í Goðanesi og sýnir að bærinn hefur misst tökin á þessum málum. Víðsvegar um bæinn má sjá tækjum, gámum og dóti lagt í leyfisleysi. Samþykkt var í vinnu við nýja umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar að ráða starfsmann til að fara í umgengnismál og eru það mikil vonbrigði að það starfshlutfall hefur síðan ekki ratað inn í fjárhagsáætlun næsta árs. Í stefnunni kemur einnig fram að skoða eigi að koma upp vöktuðu geymslusvæði. Það kom því spánskt fyrir sjónir þegar meirihlutinn snéri við ákvörðun umhverfis- og mannvirkjaráðs, um að sækja um lóð undir geymslusvæði, og taldi ekki þörf á því. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands hefur kallað eftir úrræðum í nokkurn tíma og þörfin er greinilega fyrir hendi, fyrir almenning og fyrirtæki til að geyma ökutæki, vagna, vinnuvélar, gáma og aðra lausamuni. Því miður er alltof mikið um fögur fyrirheit en fátt um efndir.

10.Austursíða 4 - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023090795Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. desember 2024:

Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til lóða við Austursíðu 2-6 lauk þann 28. nóvember sl. Í breytingunni felst að landnotkun á svæðinu breytist úr athafnasvæði í verslun- og þjónustu. Er gert ráð fyrir blandaðri landnotkun á svæðinu með heimild fyrir íbúðum á efri hæðum og miðað við að íbúðarhús geti verið allt að 5 hæðir.

Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, umhverfis- og mannvirkjasviði og Norðurorku.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Andri Teitsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til lóða við Austursíðu 2-6.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

11.Breyting á deiliskipulagi Móahverfis - gróðurskipulag

Málsnúmer 2024120356Vakta málsnúmer

Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. desember 2024:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Móahverfis sem felst í nákvæmari útfærslu á uppbyggingu trjágróðurs í landi bæjarins. Jafnframt er lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Borgarbrautar - Vestursíðu þar sem gert er ráð fyrir stækkun jarðvegsmanar og nánari útfærslu á gróðri.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillögur að breytingu á deiliskipulagi verði samþykktar og jafnframt auglýstar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Andri Teitsson kynnti.

Til máls tók Hilda Jana Gísladóttir
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi með 11 samhljóða atkvæðum og að þær verði auglýstar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra - samningar 2025

Málsnúmer 2024090421Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 3. desember 2024:

Liður 4 í fundargerð velferðarráðs frá 27. nóvember 2024:

Lagður fram til samþykktar samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra. Halldóra K. Hauksdóttir lögmaður og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarstjórnar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra með 11 samhljóða atkvæðum og vísar honum til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn með 11 samhljóða atkvæðum og felur lögfræðingi velferðarsviðs að senda samninginn til staðfestingar ráðherra.

13.Verkefni nefnda og ráða 2024 - velferðarmál

Málsnúmer 2024030726Vakta málsnúmer

Umræða um velferðarmál.

Málshefjandi Hulda Elma Eysteinsdóttir.


Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir, Jón Hjaltason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Hulda Elma Eysteinsdóttir.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Það er metnaðarfullt og viðamikið starf unnið á velferðarsviði Akureyrarbæjar. Sem dæmi þá hefur á síðustu árum orðið mikil breyting á starfi barnaverndar með tilkomu umdæmisráða barnaverndar þar sem Akureyrarbær spilar stórt hlutverk. Opnun á fjölskylduheimili á grundvelli samstarfssamnings Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytisins á árinu er mikilvægur þáttur í þessari þjónustu og í forgangi að sú samvinna verði tryggð til frambúðar. Einnig er mikilvægt að við sem kjörnir fulltrúar komum á framfæri mikilvægi þess að ný ríkisstjórn tryggi fjármagn í 3. þreps þjónustu barna og að börnin verði áfram sett á oddinn og vinnu haldið áfram við farsæld barna.

14.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2023010626Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 5. og 12. desember 2024
Bæjarráð 5. og 12. desember 2024
Skipulagsráð 11. desember 2024
Umhverfis- og mannvirkjaráð 3. desember 2024
Velferðarráð 27. nóvember og 11. desember 2024


Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 16:55.