Málsnúmer 2023080307Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi dagsett 3. nóvember 2023 þar sem Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar óskar eftir heimild Akureyrarbæjar til veðsetningar á eign GA, fastanúmer 215-2271, vegna lántöku upp á 114 milljónir króna. Lánið verði tekið til 7 ára vegna fjármögnunar byggingar fyrir inniaðstöðu GA með veði í greiðslum Akureyrarbæjar samkvæmt nýundirrituðum uppbyggingarsamningi ásamt veði í umræddri fasteign.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Fjárhagsáætlunin endurspeglar hvorki ástandið í þjóðfélaginu né er hún gott innlegg í komandi kjaraviðræður. Við erum að sjá miklar hækkanir á gjaldskrám, eða 9% að jafnaði, og þá leggur meirihlutinn til óbreytta fasteignaskattsprósentu, þrátt fyrir 22.1% hækkun á fasteignamati milli ára. Ekki á að sýna aðhald eða gefa eftir í framkvæmdum heldur stefnt á lántöku í A-hluta upp á 1.1 milljón króna í háu vaxtaumhverfi án þess þó að leggja höfuðáherslu á húsnæðisuppbyggingu.
Það vekur furðu að meirihlutinn skuli bóka við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun að Akureyrarbær láti ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að bjóða upp á nægar lóðir til húsnæðisuppbyggingar, með því að verja auknu fjármagni til skipulagsmála. Staðreyndin er sú að fjármagn til skipulagsmála hækkar aðeins um 3.4%. Þá dregur úr fjármagni til nýbyggingar gatna um tæp 5% milli ára. Samt liggur fyrir að fara verður í framkvæmdir við bæði áfanga 1 og 2 í Móahverfi þar sem fyrirhuguð er árs seinkun á byggingarhæfi lóða í fyrsta áfanga Móahverfis. Nú skiptir öllu máli að huga að húsnæðisuppbyggingu og ná strax tökum á þeirri fasteignabólu sem viðbúið er að myndist þegar markaðurinn tekur við sér í batnandi efnahagsumhverfi.