Málsnúmer 2024050502Vakta málsnúmer
Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. júní 2024:
Í nokkur ár hefur verið unnið að því að finna starfsemi steypustöðvar sem hefur verið staðsett við Súluveg nýjan stað. Nú liggja fyrir drög að samkomulagi sem meðal annars fela í sér að gert er ráð fyrir að starfsemin flytji á nýja lóð við Sjafnarnes 9.
Samhliða uppbyggingu á nýrri lóð mun starfsemi steypustöðvar við Súluveg hætta.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð leggur til að 5. gr. í samningsdrögum verði felld niður. Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að lóð við Sjafnarnes 9 verði úthlutað til Malar og sands án auglýsingar þegar þessi samningur hefur verið undirritaður. Að öðru leyti vísar skipulagsráð málinu til bæjarráðs.
Halla Birgisdóttir Ottesen F-lista mætti í forföllum Jóns Hjaltasonar.