Málsnúmer 2022091420Vakta málsnúmer
Rætt um aldursvæn hverfi með tilliti til þjónustu.
Málshefjandi er Gunnar Már Gunnarsson og lagði fram svofellda fyrirspurn:
Á bæjarstjórnarfundi 4. október 2022 samþykkti bæjarstjórn samhljóða að hefja samtal og samráð við öldungaráð og Félag eldri borgara á Akureyri (EBAK) um hvernig gera megi Nausta- og Hagahverfi að aldursvænni hverfum með tilliti til þjónustu og/eða samkomustaða. Hvar stendur málið í dag og hefur okkur miðað áfram í átt til aukinnar þjónustu í Nausta- og Hagahverfi, til að mynda með meiri fjölbreytni í verslunarmynstri?
Til máls tóku Halla Björk Reynisdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Arnarson og Jón Hjaltason.