Málsnúmer 2022060764Vakta málsnúmer
Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 8. febrúar 2024:
Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 1. febrúar 2024:
Lögð fram að nýju aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum til ársins 2026. Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum 23. nóvember sl. og fól þá fulltrúum meiri- og minnihluta í bæjarráði ásamt sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að forgangsraða og kostnaðarmeta aðgerðirnar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagða aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:
Að mjög mörgu leyti er aðgerðaáætlun umhverfis- og loftslagsstefnu mjög góð og þar er að finna margar mikilvægar aðgerðir. Hins vegar er miður að ekki sé vilji til þess að skoða neina útfærslu á samgöngusamningum eða styrkjum. Samgöngusamningar eru eitt besta tækið sem vinnuveitendur hafa til að hvetja starfsmenn til vistvænna samgangna. Vistvænar samgöngur geta dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda og svifryksmengun, auk þess að auka ánægju, afköst og heilbrigði. Ýmis fyrirtæki og sveitarfélög bjóða starfsmönnum sínum upp á samgöngustyrki eða samninga og ætti Akureyrarbær að gera slíkt hið sama.
Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Til máls tók Hilda Jana Gísladóttir og Jón Hjaltason.