Málsnúmer 2023020943Vakta málsnúmer
Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. maí 2024:
Lagður fram viðauki 2.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 2 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Viðaukinn er vegna a) stofnunar og reksturs greiningar- og þjálfunarheimilis fyrir úrræði í barnaverndarmálum á Norðausturlandi, viðbót samtals 26,19 m.kr., b) vegna framkvæmda við gluggaskipti og flóttastiga á Ráðhúsi, samtals 42,0 m.kr. og c) vegna lokauppgjörs á rekstri Iðnaðarsafnsins á Akureyri en Minjasafnið á Akureyri mun taka við rekstrinum næstu þrjú árin, samtals 2,5 m.kr.
Útgjaldaaukning vegna viðaukans er 70,69 m.kr. og er mætt með lækkun á handbæru fé. Samhliða viðauka er gerð tilfærsla á 23,5 m.kr. en aðrar tekjur lækka í aðalsjóði vegna breytinga í fæðissölu um 23,5 m.kr. og samhliða lækka önnur útgjöld um sömu upphæð í aðalsjóði.
Heimir Örn Árnason kynnti.
Til máls tók Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Alfa Dröfn Jóhannesdóttir B-lista mætti í forföllum Gunnars Más Gunnarssonar.