Bæjarráð

3823. fundur 19. október 2023 kl. 08:15 - 11:55 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Gunnar Már Gunnarsson B-lista mætti í forföllum Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027

Málsnúmer 2023020943Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sátu Halla Björk Reynisdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn óska bókað:

Sveitarfélagið verður rekið með halla miðað við fjárhagsáætlun næsta árs. Minnihluti bæjarráðs leggur áherslu á að farið verði í markvissa greiningu á hvernig snúa megi þeirri stöðu við sé horft til næsta áratugar. Þar sé allt undir, s.s. hagræðing í húsnæðismálum. Sjálfbær rekstur er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að ráðast í þau verkefni sem Akureyrarbær vill sinna vel og af myndarskap.


Meirihluti bæjarráðs bendir á starfsáætlanir sviða þar sem fram koma áherslur í rekstrinum. Markvisst hefur verið unnið að sjálfbærni í rekstri á síðustu árum og mikill árangur náðst. Það sem erfitt er að sjá fyrir eru ófjármagnaðar lagasetningar sem hafa áhrif á rekstur og ytra umhverfi svo sem vaxtastig og verðbólga. Fjárhagsáætlunarvinnunni er ekki lokið og markmiðið að ná A-hlutanum jákvæðum.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022 - athugasemdir EFS

Málsnúmer 2023100665Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. október 2023 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga með ábendingum um ársreikning fyrir árið 2022. Eftirlitsnefndin leggur áherslu á að gerð verði útkomuspá fyrir árið 2023 sem grunnforsenda fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 og skilað til EFS þegar spáin liggur fyrir.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sátu Halla Björk Reynisdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

3.Fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2024-2027

Málsnúmer 2023080260Vakta málsnúmer

Liður 13 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 9. október 2023:

Lögð fram til drög að fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs fyrir árið 2024.

Lagt fram til umræðu og vísað áfram til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sátu Halla Björk Reynisdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.

4.Starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2024

Málsnúmer 2022080363Vakta málsnúmer

Liður 14 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 9. október 2023:

Lögð fram til samþykktar drög að starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs fyrir árin 2024-2027.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykktir fyrir sitt leyti starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsuráðs 2023-2024 og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sat Sunna Hlín Jóhannesdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð vísar starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.

5.Gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur til foreldra 2023

Málsnúmer 2023100117Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 9. október 2023:

Niðurgreiðslur til dagforeldra hafa tekið mið af kjarasamningi Einingar-Iðju við sveitarfélögin (launaflokkur 121). Nú varð breyting á umræddum kjarasamningi frá og með 1. október sl., en þar eru laun í launaflokki 121 hækkuð um 19.500 kr. miðað við fullt starf. Hækkunin nemur 4,3624%.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að breytingu á gjaldskrá dagforeldra og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á gjaldskrá dagforeldra og vísar gjaldskránni til staðfestingar í bæjarstjórn.

6.Gjaldfrjálsir sex tímar og tekjutenging leikskólagjalda

Málsnúmer 2023070444Vakta málsnúmer

Liður 11 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 9. október 2023:

Lögð fram til samþykktar drög að gjaldskrá leikskóla fyrir 2024. Lagt er til að skólatíminn frá 08:00 til 14:00 verði gjaldfrjáls en fæðisgjald hækki í takt við aðrar gjaldskrárbreytingar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að breytingu á gjaldskrá leikskólamála fyrir árið 2024 og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á gjaldskrá leikskóla fyrir árið 2024 og vísar gjaldskránni til staðfestingar í bæjarstjórn. Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista sátu hjá.


Meirihluti bæjarráðs telur að með gjaldfrjálsum 6 tíma leikskóla sé verið að huga að velferð starfsfólks og barna í leikskólum hvað varðar vinnuumhverfi og vinnuaðstöðu. Gert er ráð fyrir að leikskólagjöld verði tekjutengd bæði fyrir einstaklinga og fólk í sambúð. Einnig er verið að innleiða heimgreiðslur sem við reiknum með að muni gagnast mörgum fjölskyldum með beinum hætti og öðrum með óbeinum hætti, með að skapa meira rými í leikskólunum. Að lokum er verið að innleiða skráningardaga í því skyni að skapa svigrúm til að mæta fjögurra tíma styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki í leikskólum. Skráningardagar og gjaldfrjálsir 6 tímar eru tilraunaverkefni til eins árs og gerðar verða stöðuskýrslur að liðnum 6 og 12 mánuðum frá upphafi verkefnanna.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Jón Hjaltason óska bókað:


Undirbúningi vegna þessa máls er ábótavant og gögnin takmörkuð. Svo virðist vera að ákvörðunin sé tekin fyrst og reynt að finna forsendur eftir á. Þá er dapurlegt að meirihlutinn sýni enga viðleitni til að verða við ábendingum Jafnréttisstofu til Akureyrarbæjar vegna þessa máls. Jafnréttisstofa hefur bent á að undirbyggja mætti slíkt mat út frá eftirfarandi spurningum sem byggja á mannréttindastefnu Akureyrarbæjar:


Hefur farið fram mat á áhrifum á ólíka hópa foreldra út frá t.d. kynjasjónarmiði, þjóðerni, hvort um er að ræða einstæða foreldra eða foreldra í sambúð?


Hefur verið lagt mat á það hvaða hópar eru líklegastir til að nýta eingöngu 6 tíma leikskóladvöl?


Hefur verið lagt mat á það hvaða hópar eru líklegastir til að kaupa viðbótartíma?


Hefur verið lagt mat á það hvort vinnutímastytting á við hjá öllum foreldrum leikskólabarna?


Hefur verið lagt mat á það hvort líkur eru á því að mæður fremur en feður minnki við sig starfshlutfall til að þurfa ekki að greiða fyrir viðbótartíma?


Hefur verið lagt mat á það hvaða áhrif ákvörðunin hefur á stöðu foreldra á vinnumarkaði?

7.Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2024

Málsnúmer 2023081139Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhags- og starfsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir 2024.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Dóra Sif Sigrtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar umhverfis- og mannvirkjasviðs, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar fjárhags- og starfsáætlun umhverfis- og mannvirkjaráðs til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.

8.Bjarkarlundur 2 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023010134Vakta málsnúmer

Liður 15 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. október 2023:

Á fundi skipulagsráðs þann 10. janúar sl. var samþykkt að auglýsa lóð nr. 2 við Bjarkarlund lausa til úthlutunar í samræmi við reglur Akureyrarbæjar um úthlutun lóða. Lögð er fram tillaga um að lóðin verði auglýst með sömu úthlutunarskilmálum og hafa verið samþykktir fyrir lóðir í Holtahverfi norður og 2. áfanga Móahverfis.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að það samþykki að lóð nr. 2. við Bjarkarlund verði úthlutað eftir útboðsleið með lágmarksverði í samræmi við fyrirliggjandi skilmála.
Bæjarráð samþykkir að lóð nr. 2 við Bjarkarlund verði úthlutað eftir útboðsleið með lágmarksverði í samræmi við úthlutunarskilmála sem hafa verið samþykktir fyrir lóðir í Holtahverfi norður og 2. áfanga Móahverfis.

9.Hafnasamlag Norðurlands 2023

Málsnúmer 2023010868Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 282. fundar stjórnar Hafnasamlags Norðurlands dagsett 11. október 2023. Einnig er lögð fram til kynningar greinargerð um stöðu mála hjá Hafnasamlagi Norðurlands vegna tilmæla til sveitarfélaga um samkeppnisaðstæður á flutningamarkaði.
Bæjarráð vísar greinargerð um stöðu mála Hafnasamlags til skipulagsfulltrúa til upplýsinga.

10.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2023

Málsnúmer 2023011377Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 55. fundar stjórnar SSNE dagsett 4. október 2023.

11.Frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, 238. mál

Málsnúmer 2023100473Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 10. október 2023 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, 238. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/154/s/0241.html
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs.

12.Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 - 2028, 315. mál

Málsnúmer 2023100666Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 12. október 2023 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 - 2028, 315. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0319.pdf
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn vegna samgönguáætlunar.

Fundi slitið - kl. 11:55.