Málsnúmer 2023100117Vakta málsnúmer
Liður 9 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 9. október 2023:
Niðurgreiðslur til dagforeldra hafa tekið mið af kjarasamningi Einingar-Iðju við sveitarfélögin (launaflokkur 121). Nú varð breyting á umræddum kjarasamningi frá og með 1. október sl., en þar eru laun í launaflokki 121 hækkuð um 19.500 kr. miðað við fullt starf. Hækkunin nemur 4,3624%.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að breytingu á gjaldskrá dagforeldra og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.