Málsnúmer 2023031120Vakta málsnúmer
Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 18. apríl 2023:
Máli vísað til umhverfis- og mannvirkjaráðs frá fræðslu- og lýðheilsuráði.
Lagt fram minnisblað dagsett 21. mars 2023 vegna leikskóladeilda í Síðuskóla og Oddeyrarskóla og framkvæmda í Krógabóli. Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að framkvæmdirnar verði eignfærðar og samþykkir jafnhliða að bera lausafjárleigu vegna framkvæmdanna. Auk þess óskar fræðslu- og lýðheilsuráð að nýta mögulegt svigrúm í búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir stofnbúnaði við að setja upp leikskóladeildir í Síðuskóla og Oddeyrarskóla.
Lagt fram minnisblað dagsett 17. apríl 2023 vegna leikskóladeilda í Síðuskóla og Oddeyrarskóla, framkvæmdir og kostnaður við breytingar á leikskólum vegna inntöku yngri barna.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í framkvæmdir í og við Oddeyrarskóla og Síðuskóla og breytingar á nokkrum leikskólum vegna inntöku 12 mánaða barna. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar eru kr. 176 milljónir. Kostnaðurinn skiptist þannig að 31 milljón fer af viðhaldi fasteigna, 14 milljónir af götum og stígum vegna bifreiðastæða, 25 milljónir úr stofnbúnaðarsjóði og 106 milljónir í framkvæmdaáætlun.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að sækja um viðauka í framkvæmdaáætlun til bæjarráðs að upphæð 106 milljónir og skiptist hann svona, Síðuskóli kr. 39 milljónir, Oddeyrarskóli kr. 44 milljónir og breytingar á fjórum leikskólum kr. 23 milljónir.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að kr. 25 milljónir fari af framkvæmdaáætlun af liðnum stofnbúnaður í aðalsjóði.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.