Skipulagsráð

425. fundur 12. júní 2024 kl. 08:15 - 11:40 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • Einar Sigþórsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Jón Hjaltason tilkynnti forföll fyrir sig og varamann.
Jóhann Jónsson S-lista sat fundinn í forföllum Sindra Kristjánssonar.

1.Skipulagsmál Sjúkrahússins á Akureyri (SAk)

Málsnúmer 2024011399Vakta málsnúmer

Fulltrúar Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) kynntu niðurstöðu hönnunarútboðs vegna nýs húsnæðis fyrir legudeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Skipulagsráð þakkar Signýju Stefánsdóttur og Sigríði Sigurðardóttur frá NLSH ásamt Ivon Stefáni Cilia og Guðnýju Örnu Eggertsdóttur frá T-Ark fyrir kynninguna.

2.Færsla á jöfnunarstoppistöð

Málsnúmer 2024060584Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 17. maí 2024 um tillögu að nýrri jöfnunarstöð strætó við Glerá, norðan Glerártorgs.
Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur mætti til fundar.

3.Sjafnarnes 9 og Súluvegur

Málsnúmer 2024050502Vakta málsnúmer

Í nokkur ár hefur verið unnið að því að finna starfsemi steypustöðvar sem hefur verið staðsett við Súluveg nýjan stað. Nú liggja fyrir drög að samkomulagi sem meðal annars fela í sér að gert er ráð fyrir að starfsemin flytji á nýja lóð við Sjafnarnes 9.

Samhliða uppbyggingu á nýrri lóð mun starfsemi steypustöðvar við Súluveg hætta.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð leggur til að 5. gr. í samningsdrögum verði felld niður. Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að lóð við Sjafnarnes 9 verði úthlutað til Malar og sands án auglýsingar þegar þessi samningur hefur verið undirritaður. Að öðru leyti vísar skipulagsráð málinu til bæjarráðs.

4.Austursíða 4 - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023090795Vakta málsnúmer

Auglýsingu á lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu Austursíðu 2-6 lauk 1. maí 2024 og bárust 6 umsagnir á auglýsingatímanum en engar athugasemdir. Er nú lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið sem felst í að landnotkun þess breytist úr athafnasvæði í svæði fyrir verslun- og þjónustu. Þá er unnið með heimild fyrir íbúðum á efri hæðum.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa fyrirliggjandi drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

5.Blöndulína 3 - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024010552Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skipulagslýsing vegna Blöndulínu 3 ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum. Þá eru einnig lögð fram viðbrögð Landsnets við efni athugasemda og umsagna.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að bera saman núverandi svæði sem afmarkað er fyrir háspennulínu/háspennustreng í fyrirliggjandi lýsingu við þær tillögur sem fram koma í athugasemdum. Jafnframt telur skipulagsráð mikilvægt að fá fulltrúa HMS inn á fund skipulagsráðs næst þegar málið kemur á dagskrá til að ræða hvort háspennulína hafi áhrif á fasteignaverð húsnæðis í Giljahverfi.

Skipulagsráð felur bæjaráði að meta hvort þörf sé á að fá álit óháðra erlendra sérfræðinga.

6.Holtahverfi við Miðholt - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2024060172Vakta málsnúmer

Á 420. fundi skipulagsráðs þann 27. mars 2024 gerði skipulagsráð eftirfarandi bókun í kjölfarið á úthlutun lóðanna við Miðholt : Skipulagsráð samþykkir að veita lóðinni til umsækjanda og er skipulagsfulltrúa falið að hefja viðræður um skipulagsbreytingarnar. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagráði hefur nú borist lýsing á aðalskipulagsbreytingunni sem unnin er af Landslagi ehf.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna með fyrirvara um lagfæringar í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsráð samþykkir jafnframt að eftirfarandi verði bætt við:

- ákvæði sem varðar verslunar- og þjónustusvæði við Hlíðarbraut, merkt VÞ17, sem felur í sér að á þeim reit verði heimilt að vera með íbúðir á efri hæðum bygginga. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Hafnarstræti 73 og 75 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023040862Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til Hafnarstrætis 73-75 og felur í sér að lóðirnar verði sameinaðar og gert ráð fyrir að núverandi bygging verði 5 hæðir í stað 3,5 hæða og það tengt með nýrri 5 hæða byggingu á lóð 75. Vinnslutillaga var kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga í desember 2023 og var málið í kjölfarið á dagskrá skipulagsráðs 10. janúar 2024. Var afgreiðslu málsins þá frestað þar til fyrir lægu viðbrögð umsækjenda við umsögn Minjastofnunar Íslands.


Eins og fram kemur í meðfylgjandi gögnum hefur verið í gangi samráð við Minjastofnun um útfærslu sem gerir ekki athugasemd við áframhald málsins.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi gögn verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Súluvegur 1 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024051345Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. maí 2024 þar sem að Anne Bruun Hansen fh. Mjólkursamsölunnar á Akureyri óskar eftir að fá að breyta deiliskipulagi Mjólkursamsölunnar, Akureyri.

Breytingin felst í því að byggingarreitur er stækkaður og færður til suðausturs og til norðurs. Hámarkshæð húsa og hámarksnýtingarhlutfall eru hækkuð.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Furulundar 5, 7, 9 og 11 .

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

9.Langimói 1-3 og 13-15 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024051840Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þrastar Bjarnasonar dagsett 29. maí 2024, f.h. Bjargs íbúðafélags, þar sem óskað er eftir fjölgun íbúða á lóðum Langamóa 1-3 og 13-15 um samtals 4 íbúðir. Er þá verið að gera ráð fyrir fjölgun um eina íbúð í hverju húsi.
Skipulagsráð hafnar erindinu með tilvísun í fyrri ákvörðun ráðsins um að heimila ekki fjölgun íbúða á lóðum við Langamóa.
Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur vék af fundi.

10.Sjafnargata 1a - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024040966Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Klettáss ehf. dagsett 18. apríl 2024 þar sem sótt er um stækkun lóðarinnar Sjafnargötu 1a til suð-vesturs. Yrði stækkun um 5.000 fm þar sem byggð væru tvö hús, bílaþvottastöð og veitingahús. Yrðu húsin samtals um 1100 fm. Er jafnframt óskað eftir að aðkoma að stækkun yrði frá Síðubraut, á móts við Austursíðu.
Skipulagsráð hafnar erindinu að sinni þar sem gildandi aðalskipulag gerir ekki ráð fyrir uppbyggingu á atvinnustarfsemi á þessu svæði. Er svæðið að hluta til partur af græna treflinum og að hluta til skilgreint sem íbúðarsvæði.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

11.Geislatún 2-10 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2024040520Vakta málsnúmer

Lögð fram erindi Valbjarnar Ægis Vilhjálmssonar dagsett 14. maí og Árna Sveinbjörnssonar dagsett 20. maí 2024 þar sem óskað er eftir endurupptöku skipulagsráðs á ákvörðun sem tekin var á fundi 24. apríl sl. varðandi breytingu á deiliskipulagi sem nær til Geislatúns 2-10. Meðfylgjandi er samþykki allra eigenda Geislatúns 2-10.


Þórhallur Jónsson D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna þar sem samþykki allra eigenda liggur fyrir. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

12.Lónsbakki - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2024051426Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. maí 2024 þar sem að Magnús Björnsson fh. Vegagerðarinnar óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir nýju hringtorgi á Þjóðvegi 1 við Lónsbakka.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Ráðið hvetur jafnframt Vegagerðina til að á hringtorginu verði komið fyrir listaverki þar sem hringtorgið verður anddyri sveitarfélagsins.

13.Brekkugata 9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024060202Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2024 þar sem Þórir Guðmundsson f.h. Gunnars Magnúsar Arnþórssonar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 9 við Brekkugötu í Hrísey. Innkomin gögn eftir Gunnar Magnús Arnþórsson.
Skipulagsráð samþykkir byggingaráformin til samræmis við erindið með fyrirvara um grenndarkynningu. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Brekkugötu 7, Hólabrautar 7, 9 og 18 ásamt lóðarhöfum Norðurvegar 15 og 17.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

14.Bjarkarlundur 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024051455Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsráðs um erindi dagsett 27. maí 2024 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir f.h. Áskels Viðars Bjarnasonar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 2 við Bjarkarlund. Innkomin gögn eftir Önnu Margréti Hauksdóttur.
Að mati skipulagsráðs felur fyrirliggjandi umsókn um byggingaráform í sér svo óverulegt frávik frá skilmálum deiliskipulags að ekki er talin þörf á breytingu með vísan í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

15.Þingvallastræti 36 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024060552Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júní 2024 þar sem Björn Sveinsson f.h. Sigurðar Halldórssonar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir nýju einbýlishúsi í stað þess sem stendur á lóð nr. 36 við Þingvallastræti. Innkomin gögn eftir Björn Sveinsson.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Þingvallastrætis 34 og 38 ásamt Rauðumýri 9, 11 og 13. Skipulagsráð leggur til að sett verði sem skilyrði að gerðar verði hæðarmælingar á nánasta umhverfi lóðarinnar áður en framkvæmdir hefjast og að framvæmdaraðili verði að haga grundun hússins á þann veg að það hafi ekki áhrif á aðliggjandi lóðir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

16.Háhlíð 4 - breytt notkun á einbýlishúsi

Málsnúmer 2024040354Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2024 þar sem að sótt var um að fá að breyta einbýlishúsi í tvíbýli.

Málið var grenndarkynnt frá 10. maí til og með 7. júní og barst ein sameiginleg athugasemd frá lóðarhöfum að Háhlíð 2 og 6.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem ekki er talið æskilegt að gera ráð fyrir að minni bílastæðakröfum á einni lóð á svæðinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

17.Hafnarstræti 80-82 - fyrirspurn um minniháttar breytingu á kjallara

Málsnúmer 2024060633Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi THG Arkitekta dagsett 3. júní 2024, f.h. lóðarhafa Hafnarstrætis 80-82, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta byggingarreit fyrirhugaðs kjallara á lóðinni.
Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik að ræða með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi.

18.Oddeyrargata 24a - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2024051623Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. maí 2024 þar sem að Margrét Dís Óskarsdóttir fh. Medidun slf. óskar eftir breyttri notkun á húsnæði við Oddeyrargötu 24a.

Medidun slf. veitir þjónustu sérfræðilækna og á íbúðina við Oddeyrargötu 24a. Þegar læknarnir eru ekki á Akureyri stendur íbúðin tóm og vill félagið því nota dauðan tíma til að leigja eignina út.
Skipulagsráð hafnar erindinu með vísun í nýsamþykkt lög um að rekstrarleyfisskyld gististarfsemi skal eingöngu heimiluð í atvinnuhúsnæði. Um er að ræða íbúðarhús á svæðinu sem í aðalskipulagi er skilgreint sem íbúðarsvæði.

19.Hlíðargata 11 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024060592Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júní 2024 þar sem að Sigmar Ólafsson óskar eftir að fá að skipta tvíbýlishúsi við Hlíðargötu í þríbýli.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið þar sem gert er ráð fyrir þremur bílastæðum innan lóðar og heimilar umsækjanda að láta útbúa deiliskipulagsbreytingu til samræmis við erindið. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hlíðargötu 9, Holtagötu 12, Hamarstígs 2, 3 og 4.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

20.Þursaholt 2-12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2024060589Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júní 2024 þar sem Teitur Guðmundsson fh. Heilsuverndar ehf. sækir um lóðina Þursaholt 2-12. Heilsuvernd hefur áhuga á að koma að uppbyggingu lífsgæðakjarna á lóðinni.
Afgreiðslu málsins er frestað þar til fyrir liggja viðbrögð heilbrigðisráðuneytisins um málið.

21.Kastalar tívolí - umsókn um viðburð í bænum / lokun á götum

Málsnúmer 2024051528Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. maí 2024 þar sem að Kastalar ehf. óska eftir að fá að setja upp tívolí á samkomuhúsflötinni dagana 13.- 15. september 2024.
Skipulagsráð samþykkir erindið, með þeim skilyrðum að jákvæð umsögn hafi borist frá umhverfis- og mannvirkjasviði, Vegagerðinni, Lögregluembættinu á Norðurlandi eystra og felur skipulagsfulltrúa að sjá um gildistökuna.

22.Lækkun á hámarkshraða gatna innan Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2024060582Vakta málsnúmer

Rætt um hámarkshraða á götum innan Akureyrar sem ekki eru skilgreindar sem tengibrautir í aðalskipulagi. Í dag er hámarkshraði slíkra gatna 30 km/klst nema á Austursíðu, Mýrarvegi, Naustagötu og Undirhlíð vestan Hörgárbrautar.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að vinna að því með umhverfis- og mannvirkjasviði að koma með tillögur að lækkun á umferðarhraða á þessum götum niður í 30 km/klst eða 40 km/klst.

23.Umsókn um lokun á götum - Sumarmót Hvítasunnukirkjunnar 5.- 7. júlí

Málsnúmer 2024051620Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. maí 2024 þar sem að Hvítasunnukirkjan á Akureyri óskar eftir því að fá að loka Skarðshlíðinni frá horni við Höfðahlíð 2 og út að horni við Skarðshlíð 21.
Skipulagsráð samþykkir að loka götunni á þessum stað til norðurs, sunnudaginn 7. júlí milli 13-15, með þeim skilyrðum að jákvæð umsögn hafi borist frá umhverfis- og mannvirkjasviði og Vegagerðinni, Lögregluembættinu á Norðurlandi eystra, Slökkviliði Akureyrar og felur skipulagsfulltrúa að sjá um gildistökuna.

24.Umsagnarbeiðni - aðalskipulagsbreyting v. Lónsbakkahverfis

Málsnúmer 2024060007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2024 þar sem að Hörgársveit óskar eftir umsagnarbeiðni frá Akureyrarbæ varðandi aðalskipulagsbreytingu v. Lónsbakkahverfis.
Skipulagsráð gerir ekki athugsemdir við aðalskipulagsbreytingu v. Lónsbakkahverfis.

25.Umsagnarbeiðni - deiliskipulagsbreyting v. Lónsbakkahverfis

Málsnúmer 2024060008Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2024 þar sem að Hörgársveit óskar eftir umsögn Akureyrarbæjar varðandi deiliskipulagsbreytingu v. Lónsbakkahverfis.
Skipulagsráð gerir ekki athugsemdir við deiliskipulagsbreytingu v. Lónsbakkahverfis.

26.Týsnes 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2024050823Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2024 þar sem Stafninn Fasteignir ehf. sækir um lóð nr. 6 við Týsnes þar sem áform eru um að byggja iðnaðarhúsnæði.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Skipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

27.Undanþága frá lokun göngugötunnar - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024060668Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Þorgils Sævarssonar, f.h. fornbíladeildar Bílaklúbbs Akureyrar, þar sem óskað er eftir undanþágu frá lokun Göngugötunnar á miðvikudagskvöldum á milli 20:00 og 21:00 í sumar.
Meirihluti skipulagsráðs hafnar því að veita undanþágu frá lokun Göngugötunnar. Um er að ræða nýsamþykkta breytingu og telur ráðið ekki æskilegt að breyta reglum fyrr en reynsla er komin á framkvæmdina.


Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.


Þórhallur Jónsson D-lista óskar bókað:

Ég er á móti afgreiðslu meirihluta skipulagsráðs þar sem ég tel að akstur fornbíladeildarinnar norður Hafnarstræti sem gengur undir nafninu Göngugata glæði miðbæinn auknu lífi og skapi stemmningu.

28.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 968. fundar, dagsett 23. maí 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

29.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 969. fundar, dagsett 30. maí 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

30.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 970. fundar, dagsett 6. júní 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:40.