Hlíðargata 11 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024060592

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 425. fundur - 12.06.2024

Erindi dagsett 6. júní 2024 þar sem að Sigmar Ólafsson óskar eftir að fá að skipta tvíbýlishúsi við Hlíðargötu í þríbýli.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið þar sem gert er ráð fyrir þremur bílastæðum innan lóðar og heimilar umsækjanda að láta útbúa deiliskipulagsbreytingu til samræmis við erindið. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hlíðargötu 9, Holtagötu 12, Hamarstígs 2, 3 og 4.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.