Sjafnargata 1a - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024040966

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 425. fundur - 12.06.2024

Lagt fram erindi Klettáss ehf. dagsett 18. apríl 2024 þar sem sótt er um stækkun lóðarinnar Sjafnargötu 1a til suð-vesturs. Yrði stækkun um 5.000 fm þar sem byggð væru tvö hús, bílaþvottastöð og veitingahús. Yrðu húsin samtals um 1100 fm. Er jafnframt óskað eftir að aðkoma að stækkun yrði frá Síðubraut, á móts við Austursíðu.
Skipulagsráð hafnar erindinu að sinni þar sem gildandi aðalskipulag gerir ekki ráð fyrir uppbyggingu á atvinnustarfsemi á þessu svæði. Er svæðið að hluta til partur af græna treflinum og að hluta til skilgreint sem íbúðarsvæði.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.