Þursaholt 2-12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2024060589

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 425. fundur - 12.06.2024

Erindi dagsett 6. júní 2024 þar sem Teitur Guðmundsson fh. Heilsuverndar ehf. sækir um lóðina Þursaholt 2-12. Heilsuvernd hefur áhuga á að koma að uppbyggingu lífsgæðakjarna á lóðinni.
Afgreiðslu málsins er frestað þar til fyrir liggja viðbrögð heilbrigðisráðuneytisins um málið.

Skipulagsráð - 427. fundur - 10.07.2024

Lagt fram að nýju erindi dagsett 6. júní 2024 þar sem Teitur Guðmundsson fh. Heilsuverndar ehf. sækir um lóðina Þursaholt 2-12. Heilsuvernd hefur áhuga á að koma að uppbyggingu lífsgæðakjarna á lóðinni. Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi skipulagsráðs 12. júní sl.
Í kjölfar samtals við heilbrigðisráðuneytið hefur Akureyrarbær ákveðið að fara í breytingar á aðal- og deiliskipulagi svæðisins þannig að þar megi byggja hjúkrunarheimili ásamt íbúðum fyrir eldra fólk. Er gert ráð fyrir að lóðir á svæðinu verði í kjölfarið auglýstar til samræmis við breytt skipulag.