Geislatún 2-10 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2024040520

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 422. fundur - 24.04.2024

Erindi dagsett 11. apríl 2024 þar sem að Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fh. Árna Sveinbjörnssonar eiganda að Geislatúni 8 sækir um óverulega deiliskipulagsbreytingu.

Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreitum fyrir sólstofur við íbúðir á lóðum við Geislatún 2-10. Byggingarreitir fyrir léttar útbyggingar sem skilgreindir eru fyrir hverja íbúð verði stækkaðir úr 3x5m í 4,2x5m.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Þórhallur Jónsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.
Skipulagsráð hafnar erindinu á þeim forsendum að þegar hafi verið byggt samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

Skipulagsráð - 425. fundur - 12.06.2024

Lögð fram erindi Valbjarnar Ægis Vilhjálmssonar dagsett 14. maí og Árna Sveinbjörnssonar dagsett 20. maí 2024 þar sem óskað er eftir endurupptöku skipulagsráðs á ákvörðun sem tekin var á fundi 24. apríl sl. varðandi breytingu á deiliskipulagi sem nær til Geislatúns 2-10. Meðfylgjandi er samþykki allra eigenda Geislatúns 2-10.


Þórhallur Jónsson D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna þar sem samþykki allra eigenda liggur fyrir. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.