Á 420. fundi skipulagsráðs þann 27. mars 2024 gerði skipulagsráð eftirfarandi bókun í kjölfarið á úthlutun lóðanna við Miðholt : Skipulagsráð samþykkir að veita lóðinni til umsækjanda og er skipulagsfulltrúa falið að hefja viðræður um skipulagsbreytingarnar. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Skipulagráði hefur nú borist lýsing á aðalskipulagsbreytingunni sem unnin er af Landslagi ehf.
- ákvæði sem varðar verslunar- og þjónustusvæði við Hlíðarbraut, merkt VÞ17, sem felur í sér að á þeim reit verði heimilt að vera með íbúðir á efri hæðum bygginga. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.