Lækkun á hámarkshraða gatna innan Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2024060582

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 425. fundur - 12.06.2024

Rætt um hámarkshraða á götum innan Akureyrar sem ekki eru skilgreindar sem tengibrautir í aðalskipulagi. Í dag er hámarkshraði slíkra gatna 30 km/klst nema á Austursíðu, Mýrarvegi, Naustagötu og Undirhlíð vestan Hörgárbrautar.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að vinna að því með umhverfis- og mannvirkjasviði að koma með tillögur að lækkun á umferðarhraða á þessum götum niður í 30 km/klst eða 40 km/klst.