Sjafnarnes 9 og Súluvegur

Málsnúmer 2024050502

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3850. fundur - 23.05.2024

Lögð fram drög að samkomulagi Akureyrarbæjar og M og S ehf. varðandi lóðir við Súluveg.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Skipulagsráð - 425. fundur - 12.06.2024

Í nokkur ár hefur verið unnið að því að finna starfsemi steypustöðvar sem hefur verið staðsett við Súluveg nýjan stað. Nú liggja fyrir drög að samkomulagi sem meðal annars fela í sér að gert er ráð fyrir að starfsemin flytji á nýja lóð við Sjafnarnes 9.

Samhliða uppbyggingu á nýrri lóð mun starfsemi steypustöðvar við Súluveg hætta.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð leggur til að 5. gr. í samningsdrögum verði felld niður. Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að lóð við Sjafnarnes 9 verði úthlutað til Malar og sands án auglýsingar þegar þessi samningur hefur verið undirritaður. Að öðru leyti vísar skipulagsráð málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3852. fundur - 13.06.2024

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. júní 2024:

Í nokkur ár hefur verið unnið að því að finna starfsemi steypustöðvar sem hefur verið staðsett við Súluveg nýjan stað. Nú liggja fyrir drög að samkomulagi sem meðal annars fela í sér að gert er ráð fyrir að starfsemin flytji á nýja lóð við Sjafnarnes 9.

Samhliða uppbyggingu á nýrri lóð mun starfsemi steypustöðvar við Súluveg hætta.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Skipulagsráð leggur til að 5. gr. í samningsdrögum verði felld niður. Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að lóð við Sjafnarnes 9 verði úthlutað til Malar og sands án auglýsingar þegar þessi samningur hefur verið undirritaður. Að öðru leyti vísar skipulagsráð málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð tekur undir bókun skipulagsráðs.

Bæjarráð - 3855. fundur - 11.07.2024

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. júní 2024:

Í nokkur ár hefur verið unnið að því að finna starfsemi steypustöðvar sem hefur verið staðsett við Súluveg nýjan stað. Nú liggja fyrir drög að samkomulagi sem meðal annars fela í sér að gert er ráð fyrir að starfsemin flytji á nýja lóð við Sjafnarnes 9.

Samhliða uppbyggingu á nýrri lóð mun starfsemi steypustöðvar við Súluveg hætta.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Skipulagsráð leggur til að 5. gr. í samningsdrögum verði felld niður. Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að lóð við Sjafnarnes 9 verði úthlutað til Malar og sands án auglýsingar þegar þessi samningur hefur verið undirritaður. Að öðru leyti vísar skipulagsráð málinu til bæjarráðs.

Fyrir bæjarráði liggur ákvörðun um að úthluta lóð við Sjafnarnes 9 án auglýsingar á grundvelli samkomulags við M og S ehf.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sat Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir að úthluta lóð við Sjafnarnes 9 til M og S ehf. án auglýsingar með vísan til 2.3 gr. í reglum um úthlutun lóða á grundvelli undirritaðs samkomulags við fyrirtækið.