Hafnarstræti 73 og 75 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023040862

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 402. fundur - 10.05.2023

Erindi dagsett 25. apríl 2023 þar sem Ómar Ívarsson f.h. Hótels Akureyrar ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 73 og 75 við Hafnarstræti.

Fyrirhugað er að reisa hótelbyggingu á lóð nr. 75 og tengja hana við núverandi hús á lóð nr. 73 með tengibyggingu.

Meðfylgjandi eru skýringarmynd og greinargerð.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits til samræmis við erindið. Er skipulagsfulltrúa jafnframt falið að leita umsagnar Minjastofnunar um tillöguna.

Skipulagsráð - 410. fundur - 11.10.2023

Erindi dagsett 5. október 2023 þar sem Haraldur Sigmar Árnason f.h. Hótels Akureyrar ehf. sækir um heimild til að reisa fimm hæða hús á lóð nr. 75 við Hafnarstræti ásamt því að sækja um heimild til hækkunar á húsi á lóð nr. 73 upp í fimm hæðir.

Meðfylgjandi eru þrívíddar- og skuggavarpsmyndir.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits til samræmis við framlögð gögn. Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Lögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til Hafnarstrætis 73-75 og felur í sér að lóðirnar verði sameinaðar og gert ráð fyrir að núverandi bygging á lóð 73 verði 5 hæðir í stað 3,5 hæða og það tengt með nýrri 5 hæða byggingu á lóð 75. Er gert ráð fyrir hótelstarfsemi í byggingunum. Drög að deiliskipulagi voru kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 6. desember. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja viðbrögð Minjastofnunar í tölvupósti dagsettum 20. desember 2023.


Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins þar til að viðbrögð umsækjanda við umsögn Minjastofnunar Íslands liggja fyrir.

Skipulagsráð - 425. fundur - 12.06.2024

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til Hafnarstrætis 73-75 og felur í sér að lóðirnar verði sameinaðar og gert ráð fyrir að núverandi bygging verði 5 hæðir í stað 3,5 hæða og það tengt með nýrri 5 hæða byggingu á lóð 75. Vinnslutillaga var kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga í desember 2023 og var málið í kjölfarið á dagskrá skipulagsráðs 10. janúar 2024. Var afgreiðslu málsins þá frestað þar til fyrir lægu viðbrögð umsækjenda við umsögn Minjastofnunar Íslands.


Eins og fram kemur í meðfylgjandi gögnum hefur verið í gangi samráð við Minjastofnun um útfærslu sem gerir ekki athugasemd við áframhald málsins.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi gögn verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3548. fundur - 18.06.2024

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. júní 2024:

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til Hafnarstrætis 73-75 og felur í sér að lóðirnar verði sameinaðar og gert ráð fyrir að núverandi bygging verði 5 hæðir í stað 3,5 hæða og það tengt með nýrri 5 hæða byggingu á lóð 75. Vinnslutillaga var kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga í desember 2023 og var málið í kjölfarið á dagskrá skipulagsráðs 10. janúar 2024. Var afgreiðslu málsins þá frestað þar til fyrir lægu viðbrögð umsækjenda við umsögn Minjastofnunar Íslands.

Eins og fram kemur í meðfylgjandi gögnum hefur verið í gangi samráð við Minjastofnun um útfærslu sem gerir ekki athugasemd við áframhald málsins.

Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi gögn verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að breyting á deiliskipulagi sem nær til Hafnarstrætis 73-75 til samræmis við fyrirliggjandi gögn verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.