Blöndulína 3 - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024010552

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 416. fundur - 31.01.2024

Erindi dagsett 10. janúar 2024 þar sem að Hlín Benediktsdóttir f.h. Landsnets hf. sækir um breytingu á aðalskipulagi Akureyrarbæjar 2018-2030 sem felur í sér breytingar á legu Blöndulínu 3 miðað við valkost C2 ásamt minniháttar breytingum sem gerðar voru síðar.

Breytingin felur í sér að innan sveitarfélagamarka Akureyrar færi fyrirhuguð Blöndulína 3 um lönd Hrappsstaða, Kífsár, Hesjuvalla og Lögmannshlíðar ofan byggðar á Akureyri, í núverandi tengivirki að Rangárvöllum. Fyrirhuguð framkvæmd við Blöndulínu 3 felur einnig í sér niðurrif núverandi Rangárvallalínu 1, nokkru eftir að Blöndulína 3 verður komin í rekstur.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð lýsingar aðalskipulagsbreytingar. Í lýsingunni verði tilgreint það svæði sem línan færi um án þess að tekin sé afstaða til, á þessari stundu, hvort um væri að ræða háspennulínu ofanjarðar alla leið eða að hluti línu verði í jarðstreng. Skipulagsráð áréttar að fram kemur í stefnu stjórnvalda að línulagnir í þéttbýli skulu lagðar í jörðu og horft verði til þessa í allri hönnunarvinnu.

Skipulagsráð - 417. fundur - 14.02.2024

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar skv. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna Blöndulínu 3, til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 31. janúar 2024.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna og vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3541. fundur - 20.02.2024

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. febrúar 2024:

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar skv. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna Blöndulínu 3, til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 31. janúar 2024.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna og vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti. Til máls tók Hilda Jana Gísladóttir og svo Halla Björk öðru sinni sem lagði fram tillögu að bókun bæjarstjórnar um málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum framlagða skipulagslýsingu vegna Blöndulínu 3 og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

Allir bæjarfulltrúar, að frátaldri Hildu Jönu Gísladóttur S-lista, óska bókað:

Bæjarstjórn áréttar að í skipulagslýsingu þessari er ekki tekin afstaða til þess hvort Blöndulína 3 innan Akureyrar verði loftlína eða jarðstrengur að hluta eða öllu leyti, enda standi yfir viðræður við Landsnet um útfærslu.

Skipulagsráð - 425. fundur - 12.06.2024

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skipulagslýsing vegna Blöndulínu 3 ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum. Þá eru einnig lögð fram viðbrögð Landsnets við efni athugasemda og umsagna.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að bera saman núverandi svæði sem afmarkað er fyrir háspennulínu/háspennustreng í fyrirliggjandi lýsingu við þær tillögur sem fram koma í athugasemdum. Jafnframt telur skipulagsráð mikilvægt að fá fulltrúa HMS inn á fund skipulagsráðs næst þegar málið kemur á dagskrá til að ræða hvort háspennulína hafi áhrif á fasteignaverð húsnæðis í Giljahverfi.

Skipulagsráð felur bæjaráði að meta hvort þörf sé á að fá álit óháðra erlendra sérfræðinga.

Bæjarráð - 3853. fundur - 20.06.2024

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. júní 2024:

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skipulagslýsing vegna Blöndulínu 3 ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum. Þá eru einnig lögð fram viðbrögð Landsnets við efni athugasemda og umsagna.

Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að bera saman núverandi svæði sem afmarkað er fyrir háspennulínu/háspennustreng í fyrirliggjandi lýsingu við þær tillögur sem fram koma í athugasemdum. Jafnframt telur skipulagsráð mikilvægt að fá fulltrúa HMS inn á fund skipulagsráðs næst þegar málið kemur á dagskrá til að ræða hvort háspennulína hafi áhrif á fasteignaverð húsnæðis í Giljahverfi.

Skipulagsráð felur bæjaráði að meta hvort þörf sé á að fá álit óháðra erlendra sérfræðinga.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista vék af fundi kl. 9:45.

Skipulagsráð - 431. fundur - 25.09.2024

Lögð fram drög að breytingu á aðalskipulagi Akureyrarbæjar vegna Blöndulínu 3. Er afmarkað helgunarsvæði fyrir línuna frá sveitarfélagamörkum að Rangárvöllum. Fram kemur að þegar tæknilegar forsendur bjóða upp á að þá verði hluti línunnar settur í jörðu og er því einnig sýnd lega línunnar í jarðstreng.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 433. fundur - 23.10.2024

Lögð fram að nýju drög að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna Blöndulínu 3.

Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri fasteigna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) kom á fundinn til að ræða möguleg áhrif háspennulínu á fasteignamat húsa auk þess sem Haukur Björnsson hjá HMS var tengdur í gegnum fjarfundarbúnað.
Skipulagsráð þakkar Tryggva Má Ingvarssyni og Hauki Björnssyni fyrir komuna á fundinn og fyrir umræðurnar.

Bæjarráð - 3866. fundur - 24.10.2024

Rætt um stöðu og framhald málsins.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.


Þá sátu bæjarfulltrúarnir Lára Halldóra Eiríksdóttir og Hulda Elma Eysteinsdóttir fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð - 3867. fundur - 31.10.2024

Svandís Hlín Karlsdóttir framkvæmdastjóri viðskipta- og kerfisþróunar hjá Landsneti og Hlín Benediktsdóttir forstöðumaður verkundirbúnings og hönnunar hjá Landsneti mættu til fundar til að ræða um samkomulag og skipulagsmál vegna Blöndulínu 3.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Andri Teitsson og Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð þakkar Svandísi Hlín Karlsdóttur framkvæmdastjóra viðskipta- og kerfisþróunar og Hlín Benediktsdóttur forstöðumanni verkundirbúnings og hönnunar hjá Landsneti fyrir komuna á fundinn.

Skipulagsráð - 434. fundur - 13.11.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna Blöndulínu 3 (Rangárlínu). Er afmarkað helgunarsvæði fyrir háspennulínu frá sveitarfélagamörkum að Rangárvöllum. Fram kemur að þegar tæknilegar forsendur bjóða upp á að þá verði hægt að setja hluta línunnar í jörðu og er sýnd tillaga að legu fyrirhugaðs jarðstrengs.
Afgreiðslu frestað þar til að frekari gögn berast frá Landsneti.

Skipulagsráð - 436. fundur - 11.12.2024

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna Blöndulínu 3 (Rangárlínu). Er afmarkað helgunarsvæði fyrir háspennulínu frá sveitarfélagamörkum að Rangárvöllum. Fram kemur að þegar tæknilegar forsendur bjóða upp á að þá verði hægt að setja hluta línunnar í jörðu og er sýnd tillaga að legu fyrirhugaðs jarðstrengs.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna fyrirliggjandi drög að breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Þórhallur Jónsson D-lista greiðir atkvæði á móti og óskar bókað eftirfarandi:

Ég ítreka bókun mína frá 31. janúar að það sé stefna stjórnvalda að línur skuli lagðar í jörðu innan þéttbýlis og að ekki sé hægt að víkja frá því í þessu tilfelli þar sem Akureyri sé landlítið sveitarfélag sem byggist hratt upp og fyirhugað er að skipuleggja byggð í næsta nágrenni við línuleiðina á næstu árum.