Blöndulína 3 - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024010552

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 416. fundur - 31.01.2024

Erindi dagsett 10. janúar 2024 þar sem að Hlín Benediktsdóttir f.h. Landsnets hf. sækir um breytingu á aðalskipulagi Akureyrarbæjar 2018-2030 sem felur í sér breytingar á legu Blöndulínu 3 miðað við valkost C2 ásamt minniháttar breytingum sem gerðar voru síðar.

Breytingin felur í sér að innan sveitarfélagamarka Akureyrar færi fyrirhuguð Blöndulína 3 um lönd Hrappsstaða, Kífsár, Hesjuvalla og Lögmannshlíðar ofan byggðar á Akureyri, í núverandi tengivirki að Rangárvöllum. Fyrirhuguð framkvæmd við Blöndulínu 3 felur einnig í sér niðurrif núverandi Rangárvallalínu 1, nokkru eftir að Blöndulína 3 verður komin í rekstur.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð lýsingar aðalskipulagsbreytingar. Í lýsingunni verði tilgreint það svæði sem línan færi um án þess að tekin sé afstaða til, á þessari stundu, hvort um væri að ræða háspennulínu ofanjarðar alla leið eða að hluti línu verði í jarðstreng. Skipulagsráð áréttar að fram kemur í stefnu stjórnvalda að línulagnir í þéttbýli skulu lagðar í jörðu og horft verði til þessa í allri hönnunarvinnu.

Skipulagsráð - 417. fundur - 14.02.2024

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar skv. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna Blöndulínu 3, til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 31. janúar 2024.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna og vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3541. fundur - 20.02.2024

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. febrúar 2024:

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar skv. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna Blöndulínu 3, til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 31. janúar 2024.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna og vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti. Til máls tók Hilda Jana Gísladóttir og svo Halla Björk öðru sinni sem lagði fram tillögu að bókun bæjarstjórnar um málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum framlagða skipulagslýsingu vegna Blöndulínu 3 og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

Allir bæjarfulltrúar, að frátaldri Hildu Jönu Gísladóttur S-lista, óska bókað:

Bæjarstjórn áréttar að í skipulagslýsingu þessari er ekki tekin afstaða til þess hvort Blöndulína 3 innan Akureyrar verði loftlína eða jarðstrengur að hluta eða öllu leyti, enda standi yfir viðræður við Landsnet um útfærslu.

Skipulagsráð - 425. fundur - 12.06.2024

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skipulagslýsing vegna Blöndulínu 3 ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum. Þá eru einnig lögð fram viðbrögð Landsnets við efni athugasemda og umsagna.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að bera saman núverandi svæði sem afmarkað er fyrir háspennulínu/háspennustreng í fyrirliggjandi lýsingu við þær tillögur sem fram koma í athugasemdum. Jafnframt telur skipulagsráð mikilvægt að fá fulltrúa HMS inn á fund skipulagsráðs næst þegar málið kemur á dagskrá til að ræða hvort háspennulína hafi áhrif á fasteignaverð húsnæðis í Giljahverfi.

Skipulagsráð felur bæjaráði að meta hvort þörf sé á að fá álit óháðra erlendra sérfræðinga.

Bæjarráð - 3853. fundur - 20.06.2024

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. júní 2024:

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skipulagslýsing vegna Blöndulínu 3 ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum. Þá eru einnig lögð fram viðbrögð Landsnets við efni athugasemda og umsagna.

Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að bera saman núverandi svæði sem afmarkað er fyrir háspennulínu/háspennustreng í fyrirliggjandi lýsingu við þær tillögur sem fram koma í athugasemdum. Jafnframt telur skipulagsráð mikilvægt að fá fulltrúa HMS inn á fund skipulagsráðs næst þegar málið kemur á dagskrá til að ræða hvort háspennulína hafi áhrif á fasteignaverð húsnæðis í Giljahverfi.

Skipulagsráð felur bæjaráði að meta hvort þörf sé á að fá álit óháðra erlendra sérfræðinga.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista vék af fundi kl. 9:45.