Langimói 1-3 og 13-15 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024051840

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 425. fundur - 12.06.2024

Lagt fram erindi Þrastar Bjarnasonar dagsett 29. maí 2024, f.h. Bjargs íbúðafélags, þar sem óskað er eftir fjölgun íbúða á lóðum Langamóa 1-3 og 13-15 um samtals 4 íbúðir. Er þá verið að gera ráð fyrir fjölgun um eina íbúð í hverju húsi.
Skipulagsráð hafnar erindinu með tilvísun í fyrri ákvörðun ráðsins um að heimila ekki fjölgun íbúða á lóðum við Langamóa.
Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur vék af fundi.

Skipulagsráð - 427. fundur - 10.07.2024

Erindi dagsett 24. júní 2024 þar sem að Bjarg íbúðafélag hses. óskar eftir að endurskoðuð verði ákvörðun skipulagsráðs frá 425. fundi ráðsins, þann 12. júní 2024, um að hafna ósk um fjölgun íbúða á lóðum sem félagið fékk úthlutað við Langamóa.
Meirihluti skipulagsráðs hafnar því að fjölga íbúðum á lóðinni en samþykkir að minnka nýtingarhlutfall lóðanna í samráði við Bjarg íbúðafélag. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og ekki er talin þörf á að grenndarkynna breytinguna.


Jón Hjaltason óháður kaus á móti afgreiðslu skipulagsráðs

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins


Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista, Jón Hjaltason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað eftirfarandi:

Við teljum góð rök færð fyrir því að fallast á beiðni Bjargs íbúðafélags og hagsmuna Akureyrarbæjar sé gætt með því að félagslegar íbúðir á vegum félagsins séu fleiri en færri.