Undanþága frá lokun göngugötunnar - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024060668

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 425. fundur - 12.06.2024

Lögð fram fyrirspurn Þorgils Sævarssonar, f.h. fornbíladeildar Bílaklúbbs Akureyrar, þar sem óskað er eftir undanþágu frá lokun Göngugötunnar á miðvikudagskvöldum á milli 20:00 og 21:00 í sumar.
Meirihluti skipulagsráðs hafnar því að veita undanþágu frá lokun Göngugötunnar. Um er að ræða nýsamþykkta breytingu og telur ráðið ekki æskilegt að breyta reglum fyrr en reynsla er komin á framkvæmdina.


Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.


Þórhallur Jónsson D-lista óskar bókað:

Ég er á móti afgreiðslu meirihluta skipulagsráðs þar sem ég tel að akstur fornbíladeildarinnar norður Hafnarstræti sem gengur undir nafninu Göngugata glæði miðbæinn auknu lífi og skapi stemmningu.