Farið yfir drög að fjárhagsáætlun með sviðsstjórum.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar á fjársýslusviði og Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Andri Teitsson bæjarfulltrúi sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir aðalsjóð, sameiginlegan kostnað, skipulagsmál, velferðarmál og æskulýðs- og íþróttamál.
Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir skipulagsmál, velferðarmál, æskulýðs- og íþróttamál og fræðslumál.
Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagsviðs og Heimir Haraldsson bæjarfulltrúi sátu fundinn meðan fjallað var um áætlun skipulagssviðs.
Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri velferðarssviðs og Heimir Haraldsson bæjarfulltrúi sátu fundinn meðan fjallað var um áætlun velferðarsviðs.
Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála og Pálína Dagný Guðnadóttir starfandi forstöðumaður sundlauga sátu fundinn meðan fjallað var um áætlun æskulýðs- og íþróttamála.
Þorlákur Axel Jónsson varaformaður fræðsluráðs, Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs og Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrar á fræðslusviði sátu fundinn meðan fjallað var um áætlun fræðslumála.