Málsnúmer 2021090476Vakta málsnúmer
Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 7. apríl 2022:
Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2021.
Davíð Búi Halldórsson endurskoðandi frá Enor ehf. mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrði ársreikninginn.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristjana Hreiðarsdóttir aðalbókari, bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Þórhallur Jónsson og varabæjarfulltrúarnir Lára Halldóra Eiríksdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Þórhallur Harðarson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri kynnti ársreikninginn. Í umræðum tóku til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Andri Teitsson, Þórhallur Harðarson, Halla Björk Reynisdóttir og Þórhallur Jónsson.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista mætti í forföllum Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur.
Þórhallur Harðarson D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.
Forseti bauð Þórhall Harðarson velkominn á fyrsta fund hans í bæjarstjórn.