Velferðarráð

1340. fundur 16. júní 2021 kl. 14:00 - 17:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Haraldsson formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María Sigurbjörg Stefánsdóttir
Dagskrá

1.Börn með fjölþættan vanda

Málsnúmer 2021060842Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla stjórnenda í barnavernd á höfuðborgarsvæðinu um stöðu barna með fjölþættan vanda ásamt fylgibréfi.

Ottó Karl Tulinius félagsráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð lýsir áhyggjum sínum af skorti á úrræðum í þungum barnaverndarmálum og hvetur félags- og barnamálaráðherra til þess að vinna að úrbótum.

2.Farsæld barna - samþætting þjónustu

Málsnúmer 2021040603Vakta málsnúmer

Staðan varðandi samþætta þjónustu í þágu farsældar barna kynnt. Lögð fram gögn m.a. meiri- og minnihlutaálit velferðarnefndar Alþingis.

3.Stefnumótun á sviði öldrunarþjónustu

Málsnúmer 2021060823Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar skjal frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun á sviði öldrunarþjónustu dagsett 31. maí 2021.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gögn vegna fjárhagsáætlunar 2022.

5.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2021

Málsnúmer 2021031922Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur velferðarsviðs fyrstu fjóra mánuði ársins.

6.Velferðarráð - málefni fatlaðs fólks - úttekt 2021

Málsnúmer 2021023280Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett. 10. júní 2021 um stöðu vinnslu verkefna út frá HLH skýrslu í málalokki fatlaðra.

7.Fundaáætlun velferðarráðs

Málsnúmer 2015060008Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaáætlun velferðarráðs fyrir seinni hluta árs 2021.
Velferðarráð samþykkir drög að fundaáætlun fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 17:00.