Bæjarráð

3777. fundur 18. ágúst 2022 kl. 08:15 - 09:50 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025 - viðauki

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 4.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðauka 4.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025 - viðauki

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 5.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðauka 5.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026 - fjárhagsrammi

Málsnúmer 2022042596Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2023 og drög að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar og bæjarfulltrúinn Hulda Elma Eysteinsdóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu um framlagðar forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2023 og drög að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2023 um eina viku.

4.GLSK - Glerárskóli - endurbætur A-álmu

Málsnúmer 2022020337Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 16. ágúst 2022:

Lagt fram minnisblað dagsett 15. ágúst 2022 varðandi opnun tilboða á endurbótum á A-álmu og viðbyggingu í Glerárskóla á Akureyri en tvö tilboð bárust.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Tréverk ehf. kr. 757.383.171.

ÁK smíði ehf. kr. 914.397.059.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tilboð Tréverks ehf. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 900 milljónir og skiptist hann á 3 ár. Vísað til bæjarráðs til staðfestingar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun umhverfis- og mannvirkjaráðs um að taka tilboði Tréverks ehf. í verkið.

5.Súluvegur/Miðhúsabraut - fyrirspurn um lóð

Málsnúmer 2017030103Vakta málsnúmer

Liður 18 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. ágúst 2022:

Erindi Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar dagsett 9. mars 2017 þar sem óskað er eftir lóð fyrir dýraspítala á mótum Súluvegar og Miðhúsabrautar. Deiliskipulag fyrir svæðið tók gildi þann 28. júlí sl.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar verði úthlutað lóð nr. 3 við Súluveg án undangenginnar auglýsingar í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir stofnana- og athafnasvæði við Súluveg og Miðhúsabraut sem tók gildi þann 28. júlí 2022.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir að Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar verði úthlutað lóð nr. 3 við Súluveg í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir stofnana- og athafnasvæði við Súluveg og Miðhúsabraut. Lóðarúthlutunin er í samræmi við heimild í 4. mgr. 2.3. gr. í reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða.

6.Viljayfirlýsing um uppbyggingu á íbúðum fyrir öryrkja

Málsnúmer 2022070316Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu milli Akureyrarbæjar og Brynju leigufélags ses. um uppbyggingu á íbúðum fyrir öryrkja á Akureyri 2022-2026.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsingu um uppbyggingu á 32 íbúðum fyrir öryrkja á árunum 2022 til 2026, eða sex til sjö íbúðum að meðaltali á ári, þar sem Akureyrarbær leggur fram 12% stofnstyrk.

7.Kosning nefnda, breytingar í nefndum og fræðsla nefndarmanna 2022-2026

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga B-lista um breytingu á skipan varamanns í fræðslu- og lýðheilsuráði Akureyrarbæjar.

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir tekur sæti varamanns í stað Theu Rutar Jónsdóttur.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

8.Tilnefning fulltrúa í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 2022080450Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 18. maí 2022 frá mennta- og barnamálaráðuneytinu þar sem þess er farið á leit að Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra tilnefni fulltrúa í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga fyrir tímabilið 2022-2026.

Samtökin hafa óskað eftir tveimur tilnefningum frá Akureyrarbæ.
Bæjarráð tilnefnir Ketil Sigurð Jóelsson og Bjarneyju Sigurðardóttur í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Hilda Jana Gísladóttir S-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með öllum samhljóða atkvæðum.




Fundi slitið - kl. 09:50.