Málsnúmer 2020020042Vakta málsnúmer
Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 12. mars 2021:
Minnisblað dagsett 10. mars 2021 varðandi nýtt leiðanet SVA.
Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar, Jón Þór Kristjánsson verkefnisstjóri upplýsingamiðlunar og Daði Baldur Ottósson samgönguverkfræðingur á samfélagssviði EFLU sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir nánari útfærslu og kostnaðargreiningu á nýju leiðaneti og vísar málinu til umræðu í bæjarráði.
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 18. mars 2021 og var afgreiðslu þá frestað og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og forstöðumanni umhverfismiðstöðvar falið að afla frekari gagna vegna málsins.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð bindur vonir við að nýtt leiðakerfi leiði til aukinnar notkunar á strætó og leggur áherslu á að það verði kynnt fyrir almenningi með öflugum hætti.