Málsnúmer 2022101088Vakta málsnúmer
Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. desember 2022:
Á fundi skipulagsráðs þann 23. nóvember sl. var lögð fram tillaga Kollgátu teiknistofu f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis - Lundarskóla - Lundarsels. Er málið lagt fyrir að nýju þar sem gera þurfti lagfæringar á tillögunni.
Deiliskipulagsbreytingin felst í eftirfarandi:
- Hámarkshæð áhorfendastúku hækkar úr 9,5 m í 13 m og heildarfjöldi hæða í stúkubyggingu eykst í þrjár hæðir. Heildarbyggingarmagn minnkar úr 3.206 m² í 2.900 m².
- Byggingarreitur B, tengibygging, breikkar um 4 m til suðurs og reitur fyrir sjónvarpsupptökuhús færist lítillega til suðurs og vesturs.
- Vallarstæði nýs aðalvallar er fært um 10 m til suðurs til að vernda trjágróður meðfram Þingvallastræti. Byggingarreitir fyrir ljósamöstur færast til samræmis.
- Kvaðir um frágang ljósamastra eru settar inn vegna ákvæða í flugvallareglugerð nr. 464/2007.
- Settir eru inn nýir byggingarreitir fyrir fjögur ljósamöstur.
- Hæð ljósamastra hækkar úr 25 m í 27 m.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA-svæðis - Lundarskóla - Lundarsels og að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hlynur Jóhannsson kynnti.
Til máls tók Gunnar Már Gunnarsson.
Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista var forfölluð og ekki möguleiki að kalla til varamann.
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða frá útsendri dagskrá þannig að 8. liður, Hesjuvellir, umsókn um breytingu á aðalskipulagi og 13. liður, hámarkshraði, verði teknir út af dagskránni, sem var samþykkt.