Bæjarstjórn

3521. fundur 20. desember 2022 kl. 16:00 - 16:30 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Brynjólfur Ingvarsson
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Andri Teitsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir L-lista sat fundinn í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.

Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista var forfölluð og ekki möguleiki að kalla til varamann.

Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða frá útsendri dagskrá þannig að 8. liður, Hesjuvellir, umsókn um breytingu á aðalskipulagi og 13. liður, hámarkshraði, verði teknir út af dagskránni, sem var samþykkt.

1.Kosning nefnda, breytingar í nefndum og fræðsla nefndarmanna 2022-2026

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga V-lista um breytingu á skipan fulltrúa í velferðarráði. Helgi Þorbjörn Svavarsson verði varamaður í stað Snæbjarnar Guðjónssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 samhljóða atkvæðum.

2.Kosning nefnda, breytingar í nefndum og fræðsla nefndarmanna 2022-2026

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga V-lista um breytingu á skipan fulltrúa í velferðarráði. Snæbjörn Guðjónsson verði aðalmaður í stað Hermanns Inga Arasonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 samhljóða atkvæðum.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025 - viðauki

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 15. desember 2022:

Lagður fram viðauki 8.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 8 að fjárhæð kr. 57.950.000 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er tilkominn vegna breytingar á launaáætlun grunnskóla, móttöku flóttabarna, leiðréttingar á launaáætlun Tónlistarskólans á Akureyri, skólaaksturs og flutnings efstu deildar Glerárskóla í Rósenborg og leiðréttingar á samningi við Menningarfélag Akureyrar vegna ársins 2021.

Hlynur Jóhannsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 8 með 10 samhljóða atkvæðum.

4.Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)

Málsnúmer 2012080060Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 14. desember 2022:

Fyrstu reglur um notendastýrða persónulega aðstoð voru gerðar 2019 og voru samþykktar út árið 2022. Á þeim tímamótum átti að renna út innleiðingartímabil og því eðlilegt að endurskoða þyrfti reglurnar. Það hefur hins vegar staðið á þeirri endurskoðun og ennþá ekki ljóst hvaða breytingar eru í vændum er varðar þessa þjónustu. Það er því nauðsynlegt að framlengja gildistíma þessara reglna um 6 mánuði.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að framlengja reglurnar um 6 mánuði til 30. júní 2023 og vísar þeim til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum að framlengja reglur um notendastýrða persónulega aðstoð um sex mánuði, til 30. júní 2023.

5.Reglur velferðarsviðs um stuðningsþjónustu

Málsnúmer 2022090993Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 14. desember 2022:

Lagðar fram til afgreiðslu reglur um stuðningsþjónustu.

Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur og Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir reglunar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjastjórnar til afgreiðslu.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um stuðningsþjónustu með 10 samhljóða atkvæðum.

6.Barnaverndarlög - breytingar

Málsnúmer 2022010395Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 8. desember 2022:

Lögð fram drög að samningi vegna umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni sem mun taka til starfa 1. janúar 2023.

Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur á velferðarsviði og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samningi vegna umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn þegar lokaútgáfa liggur fyrir og leggja fyrir bæjarstjórn.

Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum drög að samningi vegna umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn þegar lokaútgáfa liggur fyrir.

7.Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu skv. 12. gr. barnaverndarlaga

Málsnúmer 2022120565Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu samþykkt um fullnaðarafgreiðslu hjá Barnaverndarþjónustu Akureyrarbæjar samkvæmt 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Málið var á dagskrá velferðarráðs 14. desember síðastliðinn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum samþykkt um fullnaðarafgreiðslur hjá Barnaverndarþjónustu Akureyrarbæjar samkvæmt 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarlögmanni að semja drög að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar, þar sem umrætt framsal kemur fram í viðauka með samþykktinni, og leggja fyrir bæjarráð og bæjarstjórn á nýju ári.

8.Hafnarstræti 16 - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2021041151Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. desember 2022:

Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna stækkunar á lóð fyrir íbúðakjarna við Hafnarstræti 16 lauk þann 28. nóvember sl. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar.

Sex athugasemdir bárust við auglýstar tillögur auk undirskriftarlista með undirskriftum 137 einstaklinga og eru þessi gögn lögð fram undir fundarlið nr. 4 ásamt umsögn velferðarsviðs Akureyrarbæjar og drögum að svörum skipulagsfulltrúa við efni athugasemda.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki framlögð drög að svörum við efni athugasemda.

Andri Teitsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn framlögð drög að svörum við efni athugasemda.

9.Hafnarstræti 16 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022061609Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. desember 2022:

Auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar vegna áforma við Hafnarstræti 16 lauk þann 28. nóvember sl. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir stækkun á lóð fyrir íbúðakjarna og jafnframt stækkun og endurbótum á aðliggjandi leiksvæði.

Tillagan var auglýst samhliða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

Sex athugasemdir bárust auk undirskriftarlista með undirskriftum 137 einstaklinga. Umsögn barst frá velferðarsviði Akureyrarbæjar.

Ofangreind gögn eru lögð fram nú ásamt drögum að svörum skipulagsfulltrúa við efni athugasemda.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki svör við efni athugasemda.

Andri Teitsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn framlögð drög að svörum við efni athugasemda.

Brynjólfur Ingvarsson óflokksbundinn sat hjá.

10.Tryggvabraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2018040295Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. desember 2022:

Auglýsingu tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar lauk þann 28. nóvember sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsögn barst frá Vegagerðinni og er hún lögð fram nú auk tillögu nafnanefndar að heiti á nýrri götu innan deiliskipulagssvæðisins.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem lagðar eru til í umsögn Vegagerðarinnar.

Skipulagsráð samþykkir að ný gata innan deiliskipulagssvæðisins fái heitið Hvannastígur.

Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi fyrir Tryggvabraut og atvinnusvæði norðan hennar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem lagðar eru til í umsögn Vegagerðarinnar.

11.KA svæði Dalsbraut - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022101088Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. desember 2022:

Á fundi skipulagsráðs þann 23. nóvember sl. var lögð fram tillaga Kollgátu teiknistofu f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis - Lundarskóla - Lundarsels. Er málið lagt fyrir að nýju þar sem gera þurfti lagfæringar á tillögunni.

Deiliskipulagsbreytingin felst í eftirfarandi:

- Hámarkshæð áhorfendastúku hækkar úr 9,5 m í 13 m og heildarfjöldi hæða í stúkubyggingu eykst í þrjár hæðir. Heildarbyggingarmagn minnkar úr 3.206 m² í 2.900 m².

- Byggingarreitur B, tengibygging, breikkar um 4 m til suðurs og reitur fyrir sjónvarpsupptökuhús færist lítillega til suðurs og vesturs.

- Vallarstæði nýs aðalvallar er fært um 10 m til suðurs til að vernda trjágróður meðfram Þingvallastræti. Byggingarreitir fyrir ljósamöstur færast til samræmis.

- Kvaðir um frágang ljósamastra eru settar inn vegna ákvæða í flugvallareglugerð nr. 464/2007.

- Settir eru inn nýir byggingarreitir fyrir fjögur ljósamöstur.

- Hæð ljósamastra hækkar úr 25 m í 27 m.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA-svæðis - Lundarskóla - Lundarsels og að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hlynur Jóhannsson kynnti.

Til máls tók Gunnar Már Gunnarsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA-svæðis - Lundarskóla - Lundarsels og að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Bæjarstjórn - áætlun um um fundi 2022-2026

Málsnúmer 2022060869Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á reglulegum fundum bæjarstjórnar í samræmi við 8. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021. Fundur bæjarstjórnar 3. janúar næstkomandi verði felldur niður og verði fyrsti fundur ársins 2023 þann 17. janúar í samræmi við áður samþykkta fundaáætlun bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 samhljóða atkvæðum.

13.Álagning gjalda - útsvar 2023

Málsnúmer 2022110856Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um hækkun útsvarsprósentu sem er tilkomin vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að hámarksútsvar sveitarfélaga hækkar um 0,22 prósentustig samhliða lækkun á tekjuskatti um samsvarandi hlutfall.

Hlynur Jóhannsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir að útsvar verði 14,74% á árinu 2023 með 10 samhljóða atkvæðum.

14.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2022010392Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 8. og 15. desember 2022
Bæjarráð 8. og 15. desember 2022
Fræðslu- og lýðheilsuráð 5. desember 2022
Skipulagsráð 14. desember 2022
Umhverfis- og mannvirkjaráð 6. desember 2022
Velferðarráð 14. desember 2022

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 16:30.