Málsnúmer 2020061178Vakta málsnúmer
Liður 4 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 1. mars 2021:
Svör grunnskólanna við fyrirspurnum barna úr viðtalstímum bæjarfulltrúa lögð fram til kynningar.
Fræðsluráð fagnar því að nemendur í skólum bæjarins hafi möguleika á að láta rödd sína heyrast með beinum hætti í viðtalstímum bæjarfulltrúa í skólunum. Mikilvægt er að til staðar séu skýrir verkferlar varðandi fundi bæjarfulltrúa í skólum og úrvinnslu fundanna alla leið að eyrum nemenda. Lagt er til að viðtalstímar bæjarfulltrúa í grunnskólum verði haldnir árlega og að verkferli við úrvinnslu þeirra verði skýrt og svör berist fyrir lok sama árs.
Fræðsluráð vísar erindinu til bæjarráðs.