Málsnúmer 2021060932Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf móttekið 29. september 2021 frá formanni kjörstjórnar Akureyrarbæjar, Helgu G. Eymundsdóttur. Í bréfinu kemur fram að í alþingiskosningunum sem fram fóru þann 25. september sl. hafi kjörfundur hafist á öllum kjörstöðum Akureyrarbæjar kl. 09:00 og lauk fundi kl. 22:00 á Akureyri, kl. 11:00 í Grímsey og kl. 18:00 í Hrísey. Á kjörskrá voru 14.370 en á kjörstað á kjördag kusu 8.199. Utan kjörfundar greiddu atkvæði 3.201 þannig að samtals greiddu 11.400 atkvæði og kosningaþátttakan 79,33% sem er aðeins minni en í alþingiskosningum 2017 en þá var kjörsókn 81,58%. Sem endranær er ástæða til að hrósa starfsfólki á kjörstað sérstaklega fyrir þeirra framlag til kosninganna en að venju var fumlaus framkoma þeirra og ósérhlífni við undirbúning lykill að vel heppnaðri framkvæmd kosninganna.