Bæjarráð

3743. fundur 14. október 2021 kl. 08:15 - 11:59 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Hlynur Jóhannsson M-lista boðaði forföll fyrir sig og varafulltrúa.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025

Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Hlíðarfjall - fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2020090427Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð stjórnar Hlíðarfjalls dagsettri 22. september 2021:

Á fundi stjórnar þann 1. september sl. var starfsmönnum falið að forgangsraða endurnýjun á búnaði og leggja fram áætlun um fjármögnun.

Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að óska eftir viðauka að upphæð kr. 7.000.000 sem yrði tekinn af rekstri ársins 2021 og færður yfir á eignfærða fjárfestingu.
Bæjarráð samþykkir beiðni stjórnar Hlíðarfjalls með fjórum samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

3.Hlíðarfjall - gjaldskrá

Málsnúmer 2020090392Vakta málsnúmer

Rætt um drög að gjaldskrá Hlíðarfjalls.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

4.Sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 2019010279Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 22. september 2021:

Lögð fram drög að endurnýjun samnings um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.

Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir samninginn og vísar málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

5.Kostnaðarauki vegna móttöku flóttamanna í skólum - ósk um viðauka

Málsnúmer 2021090845Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 4. október 2021:

Seinni umræða um ósk um viðauka vegna móttöku flóttamanna í leik- og grunnskólum.

Fræðsluráð samþykkir erindið samhljóða og vísar því til bæjarráðs.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

6.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Málsnúmer 2021100012Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi hugmynd Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun er starfi á landsbyggðinni. Óskað er eftir að Akureyrarbær taki afstöðu til hugmyndarinnar og upplýsi sambandið um hana fyrir lok október.
Bæjarráð felur sviðsstjórum fjársýslusviðs, velferðarsviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs að taka saman gögn vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð.

7.Stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í sveitarfélögum

Málsnúmer 2021100505Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. september 2021 þar sem Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga kynnir að sambandið hafi fengið styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að styðja við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í sveitarfélögum á grundvelli verkfærakistu um heimsmarkmiðin fyrir sveitarfélög sem kom út í maí 2021.

Umsóknir sveitarfélaga sem óska eftir þátttöku skulu hafa borist fyrir 15. október nk.
Bæjarráð samþykkir að sækja um þátttöku í verkefninu og tilnefnir Huldu Sif Hermannsdóttur aðstoðarmann bæjarstjóra og Höllu Björk Reynisdóttur bæjarfulltrúa og Gunnar Gíslason bæjarfulltrúa til vara í vinnuhóp.

8.Skógræktarfélag Eyfirðinga - beiðni um styrk vegna snjótroðara fyrir Kjarnaskóg

Málsnúmer 2021091048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. september 2021 frá Sigríði Hrefnu Pálsdóttur, fyrir hönd Skógræktarfélags Eyfirðinga, þar sem félagið óskar eftir 15 milljóna króna styrk fyrir nýjum snjótroðara í Kjarnaskógi.
Bæjarráð samþykkir erindið með fjórum samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

9.ADHD samtökin - styrkbeiðni

Málsnúmer 2021100497Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. október 2021 þar sem Hrannar Björn Arnarsson framkvæmdastjóri ADHD samtakanna óskar eftir samstarfi við Akureyrarbæ um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu, um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Samstarfið gæti verið í formi reglulegs námskeiðahalds fyrir starfsmenn bæjarins sem vinna með börnum með ADHD eða beins styrks við starfsemi ADHD samtakanna á Akureyri. Óskað er eftir styrk að upphæð allt að kr. 1.000.000.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

10.Sjálfsbjörg - ályktun frá stjórnarfundi 29. september 2021

Málsnúmer 2021100359Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 29. september 2021 þar sem Herdís Ingvadóttir formaður Sjálfsbjargar félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni kemur á framfæri eftirfarandi ályktun stjórnar félagsins:

Stjórn Sjálfsbjargar beinir þeim tilmælum til bæjarráðs Akureyrar, að fylgja eftir aðgengismálum fyrir fatlaða við skipulag og hönnun á viðbyggingu og lóð við KA húsið og fara að lögum um aðgengi fyrir alla við framkvæmdirnar.

11.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir

Málsnúmer 2018110047Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 264. fundar og 265. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsettar 10. ágúst 2021 og 17. september 2021.

12.Jöfnunarsjóður - ný reglugerð til umsagnar í samráðsgátt

Málsnúmer 2021100447Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem drög að nýrri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eru lögð fram til umsagnar. Í drögunum eru gerðar breytingar á útreikningum tekjujöfnunarframlaga og efni gildandi reglugerðar nr. 1088/2018.

Umsögn skal skilað í samráðsgátt fyrir lok dags 20 október nk. á slóðinni: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3058
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna umsögn vegna málsins.

13.Alþingiskosningar 2021 - greinargerð kjörstjórnar

Málsnúmer 2021060932Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf móttekið 29. september 2021 frá formanni kjörstjórnar Akureyrarbæjar, Helgu G. Eymundsdóttur. Í bréfinu kemur fram að í alþingiskosningunum sem fram fóru þann 25. september sl. hafi kjörfundur hafist á öllum kjörstöðum Akureyrarbæjar kl. 09:00 og lauk fundi kl. 22:00 á Akureyri, kl. 11:00 í Grímsey og kl. 18:00 í Hrísey. Á kjörskrá voru 14.370 en á kjörstað á kjördag kusu 8.199. Utan kjörfundar greiddu atkvæði 3.201 þannig að samtals greiddu 11.400 atkvæði og kosningaþátttakan 79,33% sem er aðeins minni en í alþingiskosningum 2017 en þá var kjörsókn 81,58%. Sem endranær er ástæða til að hrósa starfsfólki á kjörstað sérstaklega fyrir þeirra framlag til kosninganna en að venju var fumlaus framkoma þeirra og ósérhlífni við undirbúning lykill að vel heppnaðri framkvæmd kosninganna.

Fundi slitið - kl. 11:59.