Málsnúmer 2021030524Vakta málsnúmer
Farið yfir drög að fjárhagsáætlun með sviðsstjórum.
Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fundinn undir þessum lið.
Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs, Hlynur Hallsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, Hólmkell Hreinsson forstöðumaður Amtsbókasafnsins á Akureyri og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu sátu fundinn undir umræðum um áætlun fyrir menningarmál, atvinnu- og markaðsmál.
Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fundinn undir umræðum um áætlun allra þátta sviðsins.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir slökkvilið.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir hreinlætis- og umhverfismál.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrar sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir umferðar- og samgöngumál.
Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir umferðar- og samgöngumál, viðhald og framkvæmdir fasteigna og félaglegra íbúða og umhverfismiðstöðvar.
Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir umhverfismiðstöð, bifreiðastæðasjóð og strætisvagna.
Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir bifreiðastæðasjóð.
Engilbert Ingvarsson verkefnastjóri hjá SVA sat fundinn undir umræðum um áætlun fyrir strætisvagna.
Gunnar Gíslason vék af fundi kl. 11:15.