Málsnúmer 2022042596Vakta málsnúmer
Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 27. október 2022:
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Hulda Elma Eysteinsdóttir sat fundinn undir þessum lið og þá sátu Gunnar Már Gunnarsson og Lára Halldóra Eiríksdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2023-2026 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:
Við erum ósammála þeirri forgangsröðun sem sett er fram í framkvæmdaáætlun, auk þess sem við teljum að í fjárhagsáætlun sé ekki næg áhersla lögð á hagsmuni barnafjölskyldna, eldri borgara og tekjulægri hópa.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið. Til máls tóku Heimir Örn Árnason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Gunnar Már Gunnarsson, Jón Hjaltason, Hilda Jana Gísladóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Andri Teitsson og Hlynur Jóhannsson.
Jón Hjaltason óflokksbundinn sat fundinn í forföllum Brynjólfs Ingvarssonar.